Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. maí 2022 20:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira