Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 22:00 Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, með boltann gegn Val í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00