Hvenær fá konur bara að vera í friði? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2022 10:01 Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun