Hvenær fá konur bara að vera í friði? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2022 10:01 Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun