Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 23. maí 2022 10:24 Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun