Fermingargjöfin sem ól af sér fyrsta atvinnumann Hvammstanga Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 08:01 Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sex mörk fyrir U19-lið Venezia í vetur og vann sér inn leik með aðalliðinu í A-deildinni. veneziafc.it Þær eru ófáar bílferðirnar, ofan á allar æfingarnar og meðfædda hæfileika, sem liggja að baki því að Hvammstangi eignaðist fulltrúa í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina þegar Hilmir Rafn Mikaelsson steig þar sín fyrstu skref. Fermingargjöfin frá mömmu og pabba hjálpaði líka til. „Mér finnst það magnað að koma frá þessum litla bæ og spila mínútur í Seríu A. Það hjálpar kannski Hvammstanga eitthvað líka við að komast betur á kortið,“ segir Hilmir glaðbeittur í samtali við Vísi. Þessi 18 ára sóknarmaður lék síðustu tuttugu mínútur tímabilsins hjá Feneyjaliðinu Venezia í ítölsku A-deildinni á sunnudag. Þar með varð hann níundi Íslendingur sögunnar til að spila í deildinni sem er ein sú besta í heiminum. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Ég man ekki eftir einhverju öðru en að hugsa um að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta var vissulega erfitt búandi á Hvammstanga, maður fattaði það þegar maður var orðinn svona 13 ára, en vonin jókst þegar maður var kominn yfir í Fjölni og svo stóð maður sig bara mjög vel þar. Síðan hefur þetta bara þróast áfram skref fyrir skref,“ segir Hilmir. Fékk ferð til Spánar með Fjölni að gjöf Eftir að hafa iðkað fótbolta með yngri flokkum Kormáks á Hvammstanga fór Hilmir að æfa og spila með Fjölni sumarið 2018, þá 14 ára, þrátt fyrir að búa áfram í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Grafarvogi. Vinur hans var þá einnig í 4. flokki Fjölnis og Hilmir tók raunar fyrstu æfingarnar með Fjölni í æfingaferð á Spáni. Vinirnir Hannes Kári Tannason og Hilmir Rafn Mikaelsson í fötum frá Fjölni og Kormáki. Vinskapurinn leiddi til þess að Hilmir skipti yfir til Fjölnis sumarið 2018.aðsend mynd „Þetta var fermingargjöf frá mömmu og pabba. Vinur minn spilaði með Fjölni og mamma þekkti mömmu hans og vissi að það væru fjögur laus pláss svo að við fórum þarna með, fjórir gæjar frá Hvammstanga. Þeim [Fjölnismönnum] leist svo bara rosalega vel á mig og vildu fá mig, svo þá fór ég yfir til þeirra,“ segir Hilmir sem næstu tvö árin flakkaði á milli Hvammstanga og Grafarvogs: „Ég keyrði alltaf bara á milli og var með á æfingu daginn fyrir leik og spilaði svo. Ég var alltaf bara í mesta lagi í þrjá daga í einu og ég er mjög þakklátur fyrir allar þessar ferðir. Þetta var alveg ansi stíft yfir sumarið, mikil keyrsla.“ Andvaka af adrenalíni eftir leikinn gegn Cagliari Hilmir hóf svo atvinnumannsferilinn síðasta haust þegar hann var lánaður frá Fjölni til Venezia. Stærsta stund tímabilsins var um helgina þegar hann kom inn á í markalausu jafntefli við Cagliari, í deild sem svo margir fótboltastrákar geta aðeins látið sig dreyma um að spila í, og Hilmir naut þess að upplifa drauminn: „Ég var búinn að æfa með aðalliðinu eitthvað smávegis en svo æfði ég með því alla vikuna fyrir leikinn og var þá búinn að fá smá „hint“ um að ég yrði í hópnum. Það var síðan geggjað augnablik þegar maður fékk að koma inn á. Það gekk nú alveg vel að sofna kvöldið fyrir leik en eftir leikinn var adrenalínið svo mikið að maður átti erfitt með að sofna.“ Hilmir Rafn Mikaelsson úr Kormáki, Kristófer Jónsson úr Haukum og Jakob Franz Pálsson úr Þór Akureyri enduðu saman á Ítalíu í U19-liði Venezia. Jakob hjálpaði með ítölskuna Fleiri Íslendingar en Sigurður Guðjónsson hafa sýnt listir sínar í Feneyjum síðustu misseri og Venezia er orðið að eins konar Íslendinganýlendu. Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru í aðalliði félagsins í vetur og auk Hilmis voru þeir Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson í U19-liðinu. „Það hjálpar mjög mikið að hafa Kristófer og Jakob hérna í unglingaliðinu. Jakob var búinn að vera hérna hálfu ári lengur og var búinn að ná smátökum á ítölskunni sem hjálpaði okkur helling. Ég er farinn að skilja flestallt en ekki þannig að ég geti sjálfur talað mikið. Vonandi næ ég tökum á þessu á næsta tímabili,“ segir Hilmir sem hefur spjarað sig vel á Ítalíu þrátt fyrir að flytja svo ungur út. Kærastan í Frakklandi „Þetta var auðvitað svolítið erfitt fyrst, að fara frá Grafarvoginum hingað og venjast allri menningunni, og ítölskunni. Það var erfiðast að venjast hitanum. Það er ógeðslega heitt hérna. En mér fannst ég ná almennilega tökum á öllu hérna eftir áramót og fór þá að vera ánægður með mig. Ég komst þá í byrjunarliðið hjá unglingaliðinu og skoraði nokkur mörk. Þetta gerðist ágætlega hratt.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmir Rafn Mikaelsson (@hilmir_rafn) Hilmir kynntist franskri kærustu sinni, Teliu Marboeuf, þegar hún var skiptinemi á Hvammstanga síðasta árið sem hann bjó þar. Hún býr núna í Frakklandi og er þar í námi en Hilmir segir til skoðunar að hún flytji til Ítalíu svo að þau geti búið saman, fari svo að hann geri núna nýjan samning við Venezia. Líklegast áfram í Venezia „Það er líklegast að ég framlengi dvölina og skrifi undir samning hérna. Mér líst mjög vel á það. Mér finnst geggjað að vera hérna og fíla Ítalíu í tætlur. Og félagið var að gefa mér mínútur í Seríu A svo ég get ekki kvartað,“ segir Hilmir. Venezia endaði í neðsta sæti A-deildarinnar, fjórum stigum frá næsta örugga sæti, og leikur því í B-deild á næstu leiktíð. Það gæti hins vegar opnað enn frekar á möguleika fyrir Hilmi til að sýna sig og sanna í aðalliði félagsins: „Ég lít á það þannig. Liðið verður örugglega í toppbaráttunni á næsta tímabili svo þetta verður hörkutímabil en þeir gefa líklegast mörgum ungum leikmönnum tækifæri.“ Ítalski boltinn Fótbolti Húnaþing vestra Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira
„Mér finnst það magnað að koma frá þessum litla bæ og spila mínútur í Seríu A. Það hjálpar kannski Hvammstanga eitthvað líka við að komast betur á kortið,“ segir Hilmir glaðbeittur í samtali við Vísi. Þessi 18 ára sóknarmaður lék síðustu tuttugu mínútur tímabilsins hjá Feneyjaliðinu Venezia í ítölsku A-deildinni á sunnudag. Þar með varð hann níundi Íslendingur sögunnar til að spila í deildinni sem er ein sú besta í heiminum. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Ég man ekki eftir einhverju öðru en að hugsa um að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta var vissulega erfitt búandi á Hvammstanga, maður fattaði það þegar maður var orðinn svona 13 ára, en vonin jókst þegar maður var kominn yfir í Fjölni og svo stóð maður sig bara mjög vel þar. Síðan hefur þetta bara þróast áfram skref fyrir skref,“ segir Hilmir. Fékk ferð til Spánar með Fjölni að gjöf Eftir að hafa iðkað fótbolta með yngri flokkum Kormáks á Hvammstanga fór Hilmir að æfa og spila með Fjölni sumarið 2018, þá 14 ára, þrátt fyrir að búa áfram í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Grafarvogi. Vinur hans var þá einnig í 4. flokki Fjölnis og Hilmir tók raunar fyrstu æfingarnar með Fjölni í æfingaferð á Spáni. Vinirnir Hannes Kári Tannason og Hilmir Rafn Mikaelsson í fötum frá Fjölni og Kormáki. Vinskapurinn leiddi til þess að Hilmir skipti yfir til Fjölnis sumarið 2018.aðsend mynd „Þetta var fermingargjöf frá mömmu og pabba. Vinur minn spilaði með Fjölni og mamma þekkti mömmu hans og vissi að það væru fjögur laus pláss svo að við fórum þarna með, fjórir gæjar frá Hvammstanga. Þeim [Fjölnismönnum] leist svo bara rosalega vel á mig og vildu fá mig, svo þá fór ég yfir til þeirra,“ segir Hilmir sem næstu tvö árin flakkaði á milli Hvammstanga og Grafarvogs: „Ég keyrði alltaf bara á milli og var með á æfingu daginn fyrir leik og spilaði svo. Ég var alltaf bara í mesta lagi í þrjá daga í einu og ég er mjög þakklátur fyrir allar þessar ferðir. Þetta var alveg ansi stíft yfir sumarið, mikil keyrsla.“ Andvaka af adrenalíni eftir leikinn gegn Cagliari Hilmir hóf svo atvinnumannsferilinn síðasta haust þegar hann var lánaður frá Fjölni til Venezia. Stærsta stund tímabilsins var um helgina þegar hann kom inn á í markalausu jafntefli við Cagliari, í deild sem svo margir fótboltastrákar geta aðeins látið sig dreyma um að spila í, og Hilmir naut þess að upplifa drauminn: „Ég var búinn að æfa með aðalliðinu eitthvað smávegis en svo æfði ég með því alla vikuna fyrir leikinn og var þá búinn að fá smá „hint“ um að ég yrði í hópnum. Það var síðan geggjað augnablik þegar maður fékk að koma inn á. Það gekk nú alveg vel að sofna kvöldið fyrir leik en eftir leikinn var adrenalínið svo mikið að maður átti erfitt með að sofna.“ Hilmir Rafn Mikaelsson úr Kormáki, Kristófer Jónsson úr Haukum og Jakob Franz Pálsson úr Þór Akureyri enduðu saman á Ítalíu í U19-liði Venezia. Jakob hjálpaði með ítölskuna Fleiri Íslendingar en Sigurður Guðjónsson hafa sýnt listir sínar í Feneyjum síðustu misseri og Venezia er orðið að eins konar Íslendinganýlendu. Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru í aðalliði félagsins í vetur og auk Hilmis voru þeir Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson í U19-liðinu. „Það hjálpar mjög mikið að hafa Kristófer og Jakob hérna í unglingaliðinu. Jakob var búinn að vera hérna hálfu ári lengur og var búinn að ná smátökum á ítölskunni sem hjálpaði okkur helling. Ég er farinn að skilja flestallt en ekki þannig að ég geti sjálfur talað mikið. Vonandi næ ég tökum á þessu á næsta tímabili,“ segir Hilmir sem hefur spjarað sig vel á Ítalíu þrátt fyrir að flytja svo ungur út. Kærastan í Frakklandi „Þetta var auðvitað svolítið erfitt fyrst, að fara frá Grafarvoginum hingað og venjast allri menningunni, og ítölskunni. Það var erfiðast að venjast hitanum. Það er ógeðslega heitt hérna. En mér fannst ég ná almennilega tökum á öllu hérna eftir áramót og fór þá að vera ánægður með mig. Ég komst þá í byrjunarliðið hjá unglingaliðinu og skoraði nokkur mörk. Þetta gerðist ágætlega hratt.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmir Rafn Mikaelsson (@hilmir_rafn) Hilmir kynntist franskri kærustu sinni, Teliu Marboeuf, þegar hún var skiptinemi á Hvammstanga síðasta árið sem hann bjó þar. Hún býr núna í Frakklandi og er þar í námi en Hilmir segir til skoðunar að hún flytji til Ítalíu svo að þau geti búið saman, fari svo að hann geri núna nýjan samning við Venezia. Líklegast áfram í Venezia „Það er líklegast að ég framlengi dvölina og skrifi undir samning hérna. Mér líst mjög vel á það. Mér finnst geggjað að vera hérna og fíla Ítalíu í tætlur. Og félagið var að gefa mér mínútur í Seríu A svo ég get ekki kvartað,“ segir Hilmir. Venezia endaði í neðsta sæti A-deildarinnar, fjórum stigum frá næsta örugga sæti, og leikur því í B-deild á næstu leiktíð. Það gæti hins vegar opnað enn frekar á möguleika fyrir Hilmi til að sýna sig og sanna í aðalliði félagsins: „Ég lít á það þannig. Liðið verður örugglega í toppbaráttunni á næsta tímabili svo þetta verður hörkutímabil en þeir gefa líklegast mörgum ungum leikmönnum tækifæri.“
Ítalski boltinn Fótbolti Húnaþing vestra Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira