Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2022 23:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Egill Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18