Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 10:31 Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum. Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund. Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund.
Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Sjá meira
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00