Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 20:31 Ferðasumarið lítur vel út, að sögn framkvæmdastjóra SAF. VÍSIR/VILHELM Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts. Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira