Umfjöllun og Viðtöl: Stjarnan 0-3 KR | KR áfram í 16-liða úrslit eftir sigur í Garðabænum Sverrir Mar Smárason skrifar 25. maí 2022 21:45 KR-ingar eru komnir áfram í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins Hulda Margrét KR átti ekki í miklum vandræðum með lið Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Mjólkubikarsins. Gestirnir unnu afar sannfærandi 0-3 sigur í Garðabænum. Bæði lið voru mætt til þess að vinna og stilltu báðir þjálfarar upp sínum sterkustu liðum. KR byrjaði betur og komust yfir eftir 5. mínútna leik. Aron Kristófer sendi boltann þá á Kjartan Henrý sem missti boltann frá sér og þar mætti Hallur Hansson. Hallur skaut viðstöðulaust að marki og boltinn söng í netinu. Gestirnir komnir yfir snemma. KR-ingar fagna marki sem Hallur gerði gegn Leikni í Bestu deildinni. Hann skoraði fyrsta líka mark KR í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét KR hélt áfram stjórn á leiknum og voru gríðarlega öflugir í fyrri hálfleiknum. Á 31. mínútu juku gestirnir forystu sína. Stjarnan var þá í sókn og Ægir Jarl virtist brjóta á Óla Val, bakverði Stjörnunnar, við vítateig KR en ekkert dæmt. Aron Kristófer tók á rás, fór yfir allan völlinn og inn í teiginn hinum megin áður en hann lagði boltann fyrir markið. Boltinn fór af varnarmanni og út til Atla Sigurjónssonar sem reyndi skot. Jóhann Árni varð fyrir því óláni að fá skot Atla í sig og boltinn skoppaði framhjá Haraldi Björnssyni, markveði Stjörnunnar, og í netið. Stjarnan gerði tvær breytingar í hálfleik. Brynjar Gauti og Daníel Finns komu þá inná fyrir Jóhann Árna og Óskar Örn. Í upphafi síðari hálfleiks náði Stjarnan svo að setja góða pressu á KR og á 55. mínútu fengu þeir fyrsta alvöru færi sitt. Ísak Andri átti þá fasta fyrirgjöf á nærsvæðið þar sem Emil Atlason var óvaldaður en hitti ekki boltann. Kjartan Henrý Finnbogason, framherji KR, slapp einn gegn Haraldi stuttu síðar. Kjartan tók sér tíma áður en hann ákvað að reyna að leika á Harald en missti boltann of langt frá sér og afturfyrir endamörk. Þá kom besta færi Stjörnunnar á 73. mínútu. Aftur átti Ísak Andri frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og við mitt markið var Adolf Daði einn gegn opnu marki en líkt og Emil hitti hann ekki boltann. Stjörnumönnum fyrirmunað að skora. Stjörnumenn héldu áfram að setja pressu á KR og reyna að minnka muninn en án árangurs. Heldur voru það KR-ingar sem skoruðu þriðja markið. Það gerði varmaðurinn Aron Þórður Albertsson á 83. mínútu eftir að hafa komið inná aðeins um mínútu áður. Theodór Elmar þræddi þá góða sendingu inn í teiginn á Aron sem tók vel við boltanum og náði skoti á markið sem Haraldur réði ekki við. Lokatölur því 0-3, gestunum í vil og KR-ingar komnir í 16-liða úrslit bikarsins. Af hverju vann KR? Þeir nýttu færin. Bæði lið sköpuðu sér virkilega góð færi til þess að skora en í kvöld voru það KR-ingar sem nýttu þau. KR spilaði vel í fyrri hálfleik, skoruðu þá, og voru svo agaðir í þeim síðari. Það hefur vantað hjá KR að skora á góðu köflunum sínum hingað til á tímabilinu en þeir gerðu það í kvöld. Hverjir voru bestir? Í liði KR var Hallur Hansson bestur. Skoraði fyrsta markið og átti fullt af góðum sendingum fram völlinn á samherja sína. Það besta sem undirritaður hefur séð frá Halli hingað til í sumar. Aron Kristófer átti einnig góðan leik í vinstri bakverðinum. Hann kom að fyrstu tveimur mörkunum, átti margar góðar sendingar og hélt Adolf Daða alveg í skefjum. Ísak Andri, kantmaður Stjörnunnar, átti góðan leik. Lagði upp fullt af góðum færum sem félagar hans áttu að skora úr. Alltaf líflegur og ógnandi. Hvað gerist næst? Einfalt, Stjarnan eru dottnir út úr Mjólkurbikarnum og KR-ingar sigla áfram í 16-liða úrslitin. Ágúst Gylfason: „Bottom line“ er að við erum bara dottnir út úr bikarnum Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldins. „Þetta var svekkjandi kvöld fyrir okkur og mér fannst fyrri hálfleikurinn hafa skemmt þetta fyrir okkur. KR-ingar komu bara öflugir og leiddu 2-0 sanngjarnt í hálfleik. Við reyndum aðeins að koma til baka í seinni, gerðum skiptingar og sköpuðum okkur ágætis færi til að komast inn í leikinn. Það hefði gefið okkur aukinn kraft en markið kom ekki. KR-ingar sýndu bara gæði og kláruðu þennan leik á góðan hátt fyrir sig. Svekkjandi fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Hann segir lítið hafa komið á óvart í leik KR í kvöld. „Nei í rauninni ekki. Við lögðum leikinn ágætlega upp þannig að við ætluðum að pressa á þá en þeir leystu það. Við breyttum pressunni svona eftir 15-20 mínútna leik. Þeir eru góðir í að halda boltanum og þeir eru góðir í að spila langt líka og pressa. KR-liðið er bara gríðarlega flott og átti bara sigurinn skilið í dag. Þannig sé ég það strax eftir leik en við förum betur yfir það á morgun,“ sagði Ágúst. Þegar KR skoraði annað mark sitt hópuðust leikmenn Stjörnunnar að Jóhanni Inga, dómara, og voru ósáttir við það að hann skyldi ekki dæma aukaspyrnu á Ægir Jarl fyrir brot á Óla Val. Ágúst segist vera sammála leikmönnum sínum. „Okkar maður fellur allavega hérna rétt fyrir utan teiginn og dómarinn talaði um að þetta hafi verið leikaraskapur. Mér fannst þetta vera brot. Þeir brunuðu upp og skoruðu mark og að sjálfsögðu er maður ósáttur við það,“ sagði Ágúst um annað mark KR. Stjörnuliðinu gekk illa að skora í dag en Ágúst hefur engar áhyggjur af því. „Við erum búnir að skora helling af mörkum í sumar þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því. „Bottom line“ er að við erum bara dottnir út úr bikarnum og þurfum að einbeita okkur að deildinni,“ sagði Ágúst. Mjólkurbikar karla Stjarnan KR
KR átti ekki í miklum vandræðum með lið Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Mjólkubikarsins. Gestirnir unnu afar sannfærandi 0-3 sigur í Garðabænum. Bæði lið voru mætt til þess að vinna og stilltu báðir þjálfarar upp sínum sterkustu liðum. KR byrjaði betur og komust yfir eftir 5. mínútna leik. Aron Kristófer sendi boltann þá á Kjartan Henrý sem missti boltann frá sér og þar mætti Hallur Hansson. Hallur skaut viðstöðulaust að marki og boltinn söng í netinu. Gestirnir komnir yfir snemma. KR-ingar fagna marki sem Hallur gerði gegn Leikni í Bestu deildinni. Hann skoraði fyrsta líka mark KR í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét KR hélt áfram stjórn á leiknum og voru gríðarlega öflugir í fyrri hálfleiknum. Á 31. mínútu juku gestirnir forystu sína. Stjarnan var þá í sókn og Ægir Jarl virtist brjóta á Óla Val, bakverði Stjörnunnar, við vítateig KR en ekkert dæmt. Aron Kristófer tók á rás, fór yfir allan völlinn og inn í teiginn hinum megin áður en hann lagði boltann fyrir markið. Boltinn fór af varnarmanni og út til Atla Sigurjónssonar sem reyndi skot. Jóhann Árni varð fyrir því óláni að fá skot Atla í sig og boltinn skoppaði framhjá Haraldi Björnssyni, markveði Stjörnunnar, og í netið. Stjarnan gerði tvær breytingar í hálfleik. Brynjar Gauti og Daníel Finns komu þá inná fyrir Jóhann Árna og Óskar Örn. Í upphafi síðari hálfleiks náði Stjarnan svo að setja góða pressu á KR og á 55. mínútu fengu þeir fyrsta alvöru færi sitt. Ísak Andri átti þá fasta fyrirgjöf á nærsvæðið þar sem Emil Atlason var óvaldaður en hitti ekki boltann. Kjartan Henrý Finnbogason, framherji KR, slapp einn gegn Haraldi stuttu síðar. Kjartan tók sér tíma áður en hann ákvað að reyna að leika á Harald en missti boltann of langt frá sér og afturfyrir endamörk. Þá kom besta færi Stjörnunnar á 73. mínútu. Aftur átti Ísak Andri frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og við mitt markið var Adolf Daði einn gegn opnu marki en líkt og Emil hitti hann ekki boltann. Stjörnumönnum fyrirmunað að skora. Stjörnumenn héldu áfram að setja pressu á KR og reyna að minnka muninn en án árangurs. Heldur voru það KR-ingar sem skoruðu þriðja markið. Það gerði varmaðurinn Aron Þórður Albertsson á 83. mínútu eftir að hafa komið inná aðeins um mínútu áður. Theodór Elmar þræddi þá góða sendingu inn í teiginn á Aron sem tók vel við boltanum og náði skoti á markið sem Haraldur réði ekki við. Lokatölur því 0-3, gestunum í vil og KR-ingar komnir í 16-liða úrslit bikarsins. Af hverju vann KR? Þeir nýttu færin. Bæði lið sköpuðu sér virkilega góð færi til þess að skora en í kvöld voru það KR-ingar sem nýttu þau. KR spilaði vel í fyrri hálfleik, skoruðu þá, og voru svo agaðir í þeim síðari. Það hefur vantað hjá KR að skora á góðu köflunum sínum hingað til á tímabilinu en þeir gerðu það í kvöld. Hverjir voru bestir? Í liði KR var Hallur Hansson bestur. Skoraði fyrsta markið og átti fullt af góðum sendingum fram völlinn á samherja sína. Það besta sem undirritaður hefur séð frá Halli hingað til í sumar. Aron Kristófer átti einnig góðan leik í vinstri bakverðinum. Hann kom að fyrstu tveimur mörkunum, átti margar góðar sendingar og hélt Adolf Daða alveg í skefjum. Ísak Andri, kantmaður Stjörnunnar, átti góðan leik. Lagði upp fullt af góðum færum sem félagar hans áttu að skora úr. Alltaf líflegur og ógnandi. Hvað gerist næst? Einfalt, Stjarnan eru dottnir út úr Mjólkurbikarnum og KR-ingar sigla áfram í 16-liða úrslitin. Ágúst Gylfason: „Bottom line“ er að við erum bara dottnir út úr bikarnum Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldins. „Þetta var svekkjandi kvöld fyrir okkur og mér fannst fyrri hálfleikurinn hafa skemmt þetta fyrir okkur. KR-ingar komu bara öflugir og leiddu 2-0 sanngjarnt í hálfleik. Við reyndum aðeins að koma til baka í seinni, gerðum skiptingar og sköpuðum okkur ágætis færi til að komast inn í leikinn. Það hefði gefið okkur aukinn kraft en markið kom ekki. KR-ingar sýndu bara gæði og kláruðu þennan leik á góðan hátt fyrir sig. Svekkjandi fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Hann segir lítið hafa komið á óvart í leik KR í kvöld. „Nei í rauninni ekki. Við lögðum leikinn ágætlega upp þannig að við ætluðum að pressa á þá en þeir leystu það. Við breyttum pressunni svona eftir 15-20 mínútna leik. Þeir eru góðir í að halda boltanum og þeir eru góðir í að spila langt líka og pressa. KR-liðið er bara gríðarlega flott og átti bara sigurinn skilið í dag. Þannig sé ég það strax eftir leik en við förum betur yfir það á morgun,“ sagði Ágúst. Þegar KR skoraði annað mark sitt hópuðust leikmenn Stjörnunnar að Jóhanni Inga, dómara, og voru ósáttir við það að hann skyldi ekki dæma aukaspyrnu á Ægir Jarl fyrir brot á Óla Val. Ágúst segist vera sammála leikmönnum sínum. „Okkar maður fellur allavega hérna rétt fyrir utan teiginn og dómarinn talaði um að þetta hafi verið leikaraskapur. Mér fannst þetta vera brot. Þeir brunuðu upp og skoruðu mark og að sjálfsögðu er maður ósáttur við það,“ sagði Ágúst um annað mark KR. Stjörnuliðinu gekk illa að skora í dag en Ágúst hefur engar áhyggjur af því. „Við erum búnir að skora helling af mörkum í sumar þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því. „Bottom line“ er að við erum bara dottnir út úr bikarnum og þurfum að einbeita okkur að deildinni,“ sagði Ágúst.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti