Brynjar Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Vålerenga en Viðar og Hólmbert hófu leikinn meðal varamanna. Viðar kom af bekknum á 66. mínútu á meðan Hólmbert lék síðustu sjö mínútur leiksins.
Tom Pettersson og Espen Garnas skoruðu mörk Lillestrøm í leiknum. Með sigrinum fer Lillestrøm á topp norsku deildarinnar með 23 stig eftir níu leiki.
Brynjar og Viðar eru á sama tíma í 10. sæti með Vålerenga. Liðið hefur einnig leikið níu leiki og er með tíu stig.