Fyrir tímabilið var búist við því að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn eins og hefur verið venjan undanfarin ár.
Bæði lið hafa mátt þola óvænt töp í upphafi móts en Valur er hins vegar á toppi deildarinnar. Breiðablik er ekki einu sinni í efri hluta deildarinnar.
Breiðablik tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð Bestu deildarinnar en annars var liðið í fínum málum þegar fjórar umferðir voru búnar. Þrír sigrar í hús og markatalan 11-2. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið upp.
ÍBV mætti á Kópavogsvöll og vann 0-1 útisigur í fimmtu umferð og Valur gerði svo slíkt hið sama í vikunni. Vörn Breiðabliks hefur staðið vaktina með prýði til þessa enda liðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í sex leikjum.
Sóknarleikurinn hefur hins vegar hikstað enda liðið aðeins skorað í helming leikja sinna í sumar.

Sem stendur eru Íslandsmeistarar Vals með sex stiga forystu og ljóst að Breiðablik þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara líkt og sumarið 2011. Þá endaði Breiðablik í 6. sæti með aðeins 23 stig.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.