Sigríður nýr forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2022 12:25 Sigríður tekur við starfinu 1. október næstkomandi. Aðsend Sigríður Gunnarsdóttir mun taka við sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins þann 1. október næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Laufeyju Tryggvadóttur. Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður. Vistaskipti Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður.
Vistaskipti Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira