Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2022 07:01 Mögulega hljómar það ágætlega í eyrum einhverra vinnuveitenda ef fjarvinna fólks er að fækka veikindadögum. Sérfræðingar sem BBC Worklife ræddi við, benda hins vegar á að það sé ekki rétta viðhorfið og gæti haft neikvæð áhrif til lengdar. Vísir/Getty Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. Árið 2020 var reyndar slegið met í Bretlandi þar sem veikindadagar voru færri en nokkru sinni áður. BBC Worklife fjallaði um þessa þróun nýlega. Sem að mörgu leyti getur hljómað ágætlega. Ekki aðeins vegna þess að veiki starfsmaðurinn stimplar sig ekki alveg frá vinnu þótt hann/hún sé slappur heima fyrir, heldur líka vegna þess að færri smit eru líkleg til að fylgja eftir í kjölfarið á vinnustaðnum. Nú þegar við erum öll orðin sérfræðingar í sóttvörnum. Og meðvitaðri en áður um hvernig kvef og flensur smitast á milli manna. Því þótt þarna séu engin ný vísindi á ferð, er það samt staðreynd að flest okkar þekkjum að hafa mætt til vinnu þótt við séum eitthvað smá slöpp. Eða með stíflað nef og hálssærindi. Það er því ekkert skrýtið að á þeim vinnustöðum þar sem margir starfa í fjarvinnu, eru tölur að sýna mun færri veikindadaga en áður. Sérfræðingar í umfjöllun BBC Worklife segja þetta þó ekkert endilega jákvæða þróun. Því kannanir hafa líka sýnt að fólk sem starfar í fjarvinnu og verður veikt, fær meira samviskubit en aðrir ef það tekur sér frí frá vinnu vegna veikindanna. Þetta samviskubit gerir það að verkum að margir sem eru veikir heima en í fjarvinnu, taka ákvörðun um að reyna þó að gera eitthvað fyrir vinnuna. Þó ekki nema að svara einhverjum tölvupóstum eða rafrænum erindum. Þarna erum við strax farin að sjá rauð flögg. Því rannsóknir hafa sýnt að þegar að við erum veik, erum við ekki jafn vandvirk eða áræðanleg í vinnunni okkar. Og líka líklegri til að vera veikari lengur. Þess vegna er það til góðs fyrir bæði vinnuveitandann og starfsmanninn að þegar það eru veikindi, sé það jafn eðlilegt fyrir fólk í fjarvinnu og aðra að tilkynna sig veikan og taka veikindadag. Ná heilsu og án þess að fá samviskubit yfir því, vegna þess að samviskubit er það nátengd kvíðatilfinningunni að hún gerir okkur ekkert nema ógagn. Sérfræðingar vilja því meina að þegar að vinnustaðir sjá veikindadögum snarfækka í kjölfar þess að starfsfólk vinnur í fjarvinnu, sé það tilvalið tækifæri til að skoða málin til hlítar. Til dæmis að velta því fyrir sér hvers konar vinnustaðamenningu fyrirtækið vill í raun standa fyrir: Er það vinnustaðamenning þar sem það er eðlilegt að veikt fólk sé að vinna bara vegna þess að það er í fjarvinnu? Eða er það vinnustaðamenning sem leggur áherslu á að fólk hvíli sig og taki veikindadaga þegar það er veikt en haldi áfram að vinna fullfrískt? Þó er á það bent að auðvitað sé margt undir fólkinu sjálfu komið. Ef einhver er veikur en finnst það þó lítið mál að setjast aðeins niður við tölvuna og til dæmis svara nokkrum tölvupóstum, þá sé það í fínu lagi. Það þurfi hins vegar að vera frjáls vilji til að gera það, en ekki kvöð til að sinna fjarvinnu í veikindum. Umfjöllun BBC Worklife má sjá hér. Heilsa Vinnustaðamenning Fjarvinna Stjórnun Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Árið 2020 var reyndar slegið met í Bretlandi þar sem veikindadagar voru færri en nokkru sinni áður. BBC Worklife fjallaði um þessa þróun nýlega. Sem að mörgu leyti getur hljómað ágætlega. Ekki aðeins vegna þess að veiki starfsmaðurinn stimplar sig ekki alveg frá vinnu þótt hann/hún sé slappur heima fyrir, heldur líka vegna þess að færri smit eru líkleg til að fylgja eftir í kjölfarið á vinnustaðnum. Nú þegar við erum öll orðin sérfræðingar í sóttvörnum. Og meðvitaðri en áður um hvernig kvef og flensur smitast á milli manna. Því þótt þarna séu engin ný vísindi á ferð, er það samt staðreynd að flest okkar þekkjum að hafa mætt til vinnu þótt við séum eitthvað smá slöpp. Eða með stíflað nef og hálssærindi. Það er því ekkert skrýtið að á þeim vinnustöðum þar sem margir starfa í fjarvinnu, eru tölur að sýna mun færri veikindadaga en áður. Sérfræðingar í umfjöllun BBC Worklife segja þetta þó ekkert endilega jákvæða þróun. Því kannanir hafa líka sýnt að fólk sem starfar í fjarvinnu og verður veikt, fær meira samviskubit en aðrir ef það tekur sér frí frá vinnu vegna veikindanna. Þetta samviskubit gerir það að verkum að margir sem eru veikir heima en í fjarvinnu, taka ákvörðun um að reyna þó að gera eitthvað fyrir vinnuna. Þó ekki nema að svara einhverjum tölvupóstum eða rafrænum erindum. Þarna erum við strax farin að sjá rauð flögg. Því rannsóknir hafa sýnt að þegar að við erum veik, erum við ekki jafn vandvirk eða áræðanleg í vinnunni okkar. Og líka líklegri til að vera veikari lengur. Þess vegna er það til góðs fyrir bæði vinnuveitandann og starfsmanninn að þegar það eru veikindi, sé það jafn eðlilegt fyrir fólk í fjarvinnu og aðra að tilkynna sig veikan og taka veikindadag. Ná heilsu og án þess að fá samviskubit yfir því, vegna þess að samviskubit er það nátengd kvíðatilfinningunni að hún gerir okkur ekkert nema ógagn. Sérfræðingar vilja því meina að þegar að vinnustaðir sjá veikindadögum snarfækka í kjölfar þess að starfsfólk vinnur í fjarvinnu, sé það tilvalið tækifæri til að skoða málin til hlítar. Til dæmis að velta því fyrir sér hvers konar vinnustaðamenningu fyrirtækið vill í raun standa fyrir: Er það vinnustaðamenning þar sem það er eðlilegt að veikt fólk sé að vinna bara vegna þess að það er í fjarvinnu? Eða er það vinnustaðamenning sem leggur áherslu á að fólk hvíli sig og taki veikindadaga þegar það er veikt en haldi áfram að vinna fullfrískt? Þó er á það bent að auðvitað sé margt undir fólkinu sjálfu komið. Ef einhver er veikur en finnst það þó lítið mál að setjast aðeins niður við tölvuna og til dæmis svara nokkrum tölvupóstum, þá sé það í fínu lagi. Það þurfi hins vegar að vera frjáls vilji til að gera það, en ekki kvöð til að sinna fjarvinnu í veikindum. Umfjöllun BBC Worklife má sjá hér.
Heilsa Vinnustaðamenning Fjarvinna Stjórnun Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. 12. janúar 2022 07:00