Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 11:31 Tveir með „viðkvæm egó“? Ross Kinnaird/Getty Images Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys. Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira
Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys.
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira