Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 21:01 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira