Óttast að vinnumansal aukist samhliða fjölgun flóttamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. maí 2022 11:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Arnar Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda. Það sem af er ári hafa sextán hundruð flóttamenn komið til Íslands, langflestir þeirra frá Úkraínu, eða rúmlega þúsund, en með þessu áframhaldi má gera ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok. Verkalýðshreyfingin óttast að mansal gæti aukist samliða fjölgun flóttafólks og eru þegar komin dæmi um að flóttafólk frá Úkraínu hafi verið misnotað, eða að tilraunir hafi verið gerðar til þess. „Þetta fólk er í mjög berskjaldaðri stöðu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Það er tvennt sem gerir það að verkum að mansal eykst, umfram annað. Það er stríð og það er kreppa,“ segir hún enn fremur aðspurð um hvort hættan sé aukin núna. „Þannig það er full ástæða til að vera var um sig núna þegar mjög mjög margir eru í mjög viðkvæmri stöðu.“ Koma flóttamanna í stórum stíl megi ekki bitna á réttindum Aðeins einn dómur vegna vinnumansals hefur fallið hér á landi en lögreglan er þó með einhver slík mál til rannsóknar að svo stöddu. Verkalýðshreyfingin hefur sömuleiðis fengið margar ábendingar en dæmi eru til að mynda um að fólki hafi verið boðið húsnæði í skiptum fyrir vinnu. Margir flóttamenn frá Úkraínu eru nú í leit að húsnæði og því hætta á að fólk misnoti neyð þeirra en Drífa segir að það þurfi að hafa sérstakar gætur á því. Yfirleitt séu hlutirnir í lagi en þó hafa þau þurft að leiðrétta ýmis mál tengd launkjörum. „Mjög mikið af þessu er byggt á einhverri misskilinni góðvild og þannig farið fram hjá reglum um vinnumarkað, kaup og kjör, húsnæði og svo framvegis,“ segir Drífa. Eftirlitsfulltrúar innan verkalýðshreyfingarinnar funduðu ásamt lögreglu og fólki sem sinnir flóttafólki í vikunni þar sem áherslan var lögð á fræðslu í þessum málum. „Við vorum að skiptast á dæmum og sögum og greina hvar veikleikarnir lægju. Þar kemur í ljós að við höfum öll sögur að segja, við sem höfum verið í þessu, um misneytingu og jafnvel mansal,“ segir Drífa. Þróunin á fjölda flóttamanna gæti haft ákveðnar hættur í för með sér en Drífa segir þróunina ekki ógnvænlega svo lengi sem allir leggjast á eitt og eru á varðbergi. „Við þurfum öll að vera á tánum og gera þetta vel, til að tryggja það að aukinn straumur flóttamanna hingað til landsins verði ekki á kostnað réttinda,“ segir hún. Stéttarfélög Lögreglumál Vinnumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Það sem af er ári hafa sextán hundruð flóttamenn komið til Íslands, langflestir þeirra frá Úkraínu, eða rúmlega þúsund, en með þessu áframhaldi má gera ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok. Verkalýðshreyfingin óttast að mansal gæti aukist samliða fjölgun flóttafólks og eru þegar komin dæmi um að flóttafólk frá Úkraínu hafi verið misnotað, eða að tilraunir hafi verið gerðar til þess. „Þetta fólk er í mjög berskjaldaðri stöðu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Það er tvennt sem gerir það að verkum að mansal eykst, umfram annað. Það er stríð og það er kreppa,“ segir hún enn fremur aðspurð um hvort hættan sé aukin núna. „Þannig það er full ástæða til að vera var um sig núna þegar mjög mjög margir eru í mjög viðkvæmri stöðu.“ Koma flóttamanna í stórum stíl megi ekki bitna á réttindum Aðeins einn dómur vegna vinnumansals hefur fallið hér á landi en lögreglan er þó með einhver slík mál til rannsóknar að svo stöddu. Verkalýðshreyfingin hefur sömuleiðis fengið margar ábendingar en dæmi eru til að mynda um að fólki hafi verið boðið húsnæði í skiptum fyrir vinnu. Margir flóttamenn frá Úkraínu eru nú í leit að húsnæði og því hætta á að fólk misnoti neyð þeirra en Drífa segir að það þurfi að hafa sérstakar gætur á því. Yfirleitt séu hlutirnir í lagi en þó hafa þau þurft að leiðrétta ýmis mál tengd launkjörum. „Mjög mikið af þessu er byggt á einhverri misskilinni góðvild og þannig farið fram hjá reglum um vinnumarkað, kaup og kjör, húsnæði og svo framvegis,“ segir Drífa. Eftirlitsfulltrúar innan verkalýðshreyfingarinnar funduðu ásamt lögreglu og fólki sem sinnir flóttafólki í vikunni þar sem áherslan var lögð á fræðslu í þessum málum. „Við vorum að skiptast á dæmum og sögum og greina hvar veikleikarnir lægju. Þar kemur í ljós að við höfum öll sögur að segja, við sem höfum verið í þessu, um misneytingu og jafnvel mansal,“ segir Drífa. Þróunin á fjölda flóttamanna gæti haft ákveðnar hættur í för með sér en Drífa segir þróunina ekki ógnvænlega svo lengi sem allir leggjast á eitt og eru á varðbergi. „Við þurfum öll að vera á tánum og gera þetta vel, til að tryggja það að aukinn straumur flóttamanna hingað til landsins verði ekki á kostnað réttinda,“ segir hún.
Stéttarfélög Lögreglumál Vinnumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01
„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05