Viðar ráðinn aftur til Eflingar Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 20:14 Viðar Þorsteinsson tekur brátt aftur til starfa hjá Eflingu. vísir/vilhelm Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda sem munu hefja störf á næstu vikum. Meðal þeirra er Viðar Þorsteinsson. Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15