Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:00 Sadio Mané á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira