Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 21:53 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL. Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel. Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel.
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira