Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 09:01 Jürgen Klopp fylgist með æfingu sinna manna á nýja grasinu. Matthias Hangst/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti