Óskar Hrafn orðaður við þjálfarastöðu AGF Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 12:46 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson er meðal þeirra sem er orðaður við þjálfarastöðu Íslendingaliðs AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira