Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:31 Steve Cooper með bikarinn sem Nottingham fékk fyrir að vinna úrslitaleik umspilsins. James Gill - Danehouse/Getty Images Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira