Leiguliðastefna Framsóknar Gunnar Smári Egilsson skrifar 30. maí 2022 08:31 Framsóknarflokkurinn tók við félagsmálaráðuneytinu 1995 eftir átta ára tímabil þar sem Alþýðuflokkurinn hafði stýrt því ráðuneyti, og Jóhanna Sigurðardóttir megnið af þeim tíma. Tímabil Jóhönnu einkenndist af tilraunum til að færa húsnæðiskerfið á Íslandi nær því sem þekktist í nágrannalöndunum, gegn harðri andstöðu annarra flokka í ríkisstjórnum og stundum einnig samflokksmanna Jóhönnu. Nýfrjálshyggjuvæðing húsnæðis Þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var mynduð var það sameiginleg stefna flokkanna að skrúfa ofan af þeim árangri sem Jóhanna hafði náð og í raun að brjóta niður félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið byggt upp allt frá millistríðsárunum. Flokkarnir eyðilögðu Verkamannabústaðakerfið og stöðvuðu vöxt félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélaga og minnkuðu síðan það kerfi kerfisbundið. Næstu skref voru að einkavæða húsnæðislánin til ný-einkavæddra banka, en Húsnæðisstofnun hafði verið stærsti lánveitandi íbúðalána fram að því og virkað sem dempari, dregið úr boðaföllum fjármálakerfisins inn á húsnæðismarkaðinn. Þessi einkavæðing húsnæðislána var svo illa útfærð að yfir almenningi hangir enn um 300 milljarða króna tap þegar Íbúðalánasjóður verður gerður upp eftir fáein ár og skuldin fellur á ríkissjóð. Framsókn ber mesta ábyrgð á húsnæðiskerfinu Frá 1995 eru liðin 27 ár og á þeim tíma hefur Framsókn farið með húsnæðismál í ríkisstjórn 3/4 hluta tímabilsins. 1/4 hluta tímans hafa húsnæðismálin verið í höndum Samfylkingar 2007-13 og Viðreisnar 2017. Framsókn bar ábyrgð á húsnæðismálum 1995-2007, 2013-16 og nú frá 2017. Ef ríkisstjórnin heldur út kjörtímabilið, fram á haust 2025, mun Framsóknarflokkurinn hafa stýrt húsnæðismálum í ríkisstjórn í meira en 77% síðustu þrjá áratugina. Húsnæðiskerfið í dag er því höfundarverk Framsóknar, eins og dómskerfið er sköpunarverk Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur ekki aðeins mótað stefuna og þær stofnanir sem ráða mestu innan kerfisins, heldur stjórnað því hvaða fólk er ráðið til að stýra þessum stofnunum. Ef húsnæðismál á Íslandi eru í kreppu og ef málaflokkurinn einkennist af stjórnleysi og upplausn; þá er það vegna verka og stefnu Framsóknar. Yfirvöld hafa lítinn áhuga á skilja húsnæðismarkaðinn Hérlendis er ekki hægt að nálgast upplýsingar um grundvallarþróun húsnæðismarkaðar yfir langan tíma. Það eru ekki til skráningar yfir lengri tíma á skiptingu íbúða milli eignaíbúða, félagslegra leiguíbúða og leiguíbúða á almennum markaði. Þær skráningar sem eru til ná yfir skamman tíma og innan hans er oft verið að breyta forsendum svo erfitt er að sjá raunverulega þróun og afleiðingar einstaka ákvarðana. Íslensk yfirvöld hafa lítinn áhuga á að skoða eða skilja húsnæðismarkaðinn. Vilja helst reka stefnu byggða á brjóstviti sínu og stjórnmálakenningum, sem oft hafa sannað sig að vera tóm della. Þótt meira hafi verið gefið út af tölulegum upplýsingum á síðari árum, eru þær upplýsingar oftast óskýrar og oft byggðar á vafasömum heimildum. Áður en ég segi ykkur frá þróuninni á Íslandi vil ég því vitna til Bretlands, þar sem skýrari upplýsingar liggja fyrir. Umbylting húsnæðismarkaðar á eftirstríðsárunum Í stríðslok 1945 var húsnæðismarkaðurinn á Bretlandi þannig að um 32% heimila voru í séreign, um 14% voru innan félagslegra leiguíbúða en 54% heimila voru leiguíbúðir á almennum markaði. Markmið ríkisstjórnar Verkamannaflokksins sem tók við af stríðsstjórn Winston Churchill var að bjarga almenningi út af almennum leigumarkaði þar sem fólk var klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu. Þetta varð hin almenna húsnæðisstefna beggja flokka, Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins, allt þar til að Margaret Thatcher vann sigur í kosningunum 1979 og nýfrjálshyggjan tók við af eftirstríðsárastefnunni um aukinn jöfnuð innan kapítalismans. Árangur eftirstríðsárastefnunnar var að á 35 árum féll hlutfall almenna leigumarkaðarins úr 54% niður í 12%. Þetta var gert með því að stækka félagslegt leigukerfi sveitarfélaga, þar sem fjölskyldur greiddu skaplega leigu, úr 14% í 32% og séreignaríbúðum var fjölgað með opinberum stuðningi við íbúðakaupendur úr 31% í 56%. Ef við þýðum þessa breytingu yfir á íslenskan húsnæðismarkað eins og hann er í dag þá jafngildir þetta því að að 63 þúsund heimili séu flutt af hagnaðardrifnum leigumarkaði. 25 þúsund af þessum heimilum fengu félagslegar leiguíbúðir en 38 þúsund heimili fóru af leigumarkaði í eigið húsnæði. Íbúðum fjölgaði auðvitað umtalsvert á tímabilinu, en það er auðveldara að glöggva sig á þróuninni og stærðum með því að stilla þessu fram með þessum hætti. Nýfrjálshyggjan gerir allt annað en hún lofar Frá því Margaret Thatcher innleiddi nýfrjálshyggjunahefur hefur það gerst að ígildi 23 þúsund íbúða á íslenskan mælikvarða hafa verið seldar út úr félagslega leigukerfinu. Þar af hafa 9 þúsund orðið að eignaríbúðum en 12 þúsund færst aftur yfir í hagnaðardrifin leigufyrirtæki. Niðurbrot félagslega leigukerfisins hefur því fyrst og fremst ýtt undir uppbyggingu hagnaðardrifinna leigufélaga, sem var ógnin sem húsnæðisstefna eftirstríðsáranna var ætlað að hemja. Eins og sést á þessu ýtti eftirstríðsárastefnan mun betur undir íbúðarkaup almennings en nýfrjálshyggjan, auk þess að frelsa fleiri fjölskyldur frá hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum. Nýfrjálshyggjan lofaði að auka séreign og þó það hafi gengið að litlu leyti eftir, þá er augljóst að það hægði verulega á íbúðarkaupum almennings frá því sem var á eftirstríðsárunum. Stóra breytingin varð að þeim fjölskyldum fjölgaði sem eru ofurseld hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum. Ástæðan fyrir þessu er að húsnæðisverð rauk upp. Það var erfiðara fyrir nýja kaupendur að komast yfir íbúð, sem fækkaði mjög íbúðareigendum meðal yngri fjölskyldna. Og af þeim sökum neyddust fleiri fjölskyldur til að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum eða einkaaðilum, þar sem félagslega kerfið hafði verið veikt. Og þetta tvennt saman, hækkun kaupverðs og hlutfallslega minni félagslegur markaður spennti upp leiguverð. Sem gróf undan kaupmætti þess fólks sem var fastur á leigumarkaði. Þetta er þróun sem við könnumst vel við á Íslandi. Loforðin um niðurbrot félagslegs húsnæðiskerfis og full markaðsvæðing húsnæðismarkaðarins leiðir ekki til fjölgunar séreignaríbúða heldur til fjölgunar þeirra fjölskyldna sem hagnaðardrifin leigufyrirtæki blóðmjólka. Og ef stjórnvöld reyna að ýta undir íbúðarkaup leiðir það til ofhitunar markaðarins og enn hærra íbúðaverðs sem veldur því að stórir hópar missa heimili sín þegar kreppir að. Það gerðist í Bretlandi í Hruninu eins og hér og í Bandaríkjunum. Markaðsvæðing húsnæðiskerfa veldur Hruni Þegar Tony Blair varð forsætisráðherra tók hann yfir húsnæðisstefnu Margaretar Thatcher, enda ekkert síður nýfrjálshyggjumaður en hún. Blair trúði að markaðurinn myndi leysa húsnæðismálin og með tímanum myndi 75%, jafnvel 80% fjölskyldna sjálf eiga sitt húsnæði. Markaðurinn hlyti að finna lausnir sem hentuðu öllum. Verkamannaflokkur Blair sneri því ekki við niðurbroti íhaldsflokks Thatcher á félagslega leiguíbúðakerfinu og hélt áfram einkavæðingu íbúðalána. Bankinn Northern Rock sem varð gjaldþrota í Hruninu var upphaflega byggingarlánafélag þeirra sem fengu lán hjá félaginu, en slík félög voru ein af stoðum húsnæðisstefnu eftirstríðsáranna; félagslega rekið íbúðalánakerfi. Northern Rock byggingalánafélaginu var breytt í banka sem var skráður á markað um að leyti sem Tony Blair varð forsætisráðherra. Í Bretlandi, eins og í Bandaríkjunum, má rekja stóran hluta af fjármálahruninu 2008 til aukinna lána til tekjulægra fólks til kaupa á æ dýrari íbúðum. Northern Rock féll þegar íbúðaverð hrundi vegna þess að kaupendur stóðu ekki undir afborgunum og vöxtum. Hlutfall séreignar var þá orðið rúmlega 73% í Bretlandi en féll niður í rúm 63% 2017. Á íslenskan mælikvarða fækkaði íbúðum í séreign um 15 þúsund. Af þróuninni í Bretlandi og Bandaríkjunum, og vissulega hérlendis einnig, er augljóst að óheftur einkavæddur fjármálamarkaður sem drífur áfram húsnæðisstefnu sem miðar á séreign og sem grefur undan félagslegum lausnum, veldur reglulega hruni, ekki bara á húsnæðismarkaði heldur getur hrun hans valdið hruni á fjármálamarkaði. Aftur eru þetta kunnugleg stef. Fasteiganbólan hérlendis fyrir hrun sprakk og mikill fjöldi fjölskyldna missti heimili sín, hraktist út á leigumarkað sem varð að gróðramaskínu fyrir vogunarsjóði og betur sett fólk. En í þessu, sem og svo mörgu öðru, skortir upplýsingar. Það er deilt um hvert umfang þessara hamfara var. Það er þagað um hversu margar íbúðir voru teknar af fjölskyldum og færðar vogunarsjóðum í húsnæðisbraski. Stjórnvöld fela raunverulegar afleiðingar af húsnæðisstefnu sinni. Veikar upplýsingar um húsnæðiskerfið Til að bera söguna af eyðileggingu bresks húsnæðiskerfis saman við Ísland skulum við skoða skiptingu íbúða frá 1994, ári áður en Framsókn tók við stjórn húsnæðismála; eftir því hver á íbúðina; lögaðilar eða einstaklingar, og hvort viðkomandi á aðeins eina íbúð eða fleiri. Þetta mun gefa okkur mynd af þróuninni, þótt þetta séu síður en svo fullkomin mælitæki. Það er t.d. ekki gerður greinarmunur á hvort lögaðilar séu hagnaðardrifin fyrirtæki eða opinber/félagsleg fyrirbrigði eins og Félagsbústaðir eða Félagsstofnun stúdenta. Og við vitum ekki hversu margir einstaklingar eru á bak við þær íbúðir sem eru í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki hversu stór hluti íbúðanna er í eigu fólks sem á eina auka íbúð eða tuttugu, svo dæmi séu tekin. En svona er að búa á Íslandi. Þar gefa stjórnvöld gjarnan út upplýsingar um allskonar en síst af öllu um það sem hjálpar okkur til að skilja afleiðingar stefnu stjórnvalda. Það er með afbrigðum heimskulegt að Hagstofan, Þjóðskrá eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skuli einfaldlega ekki flokka íbúðir eftir séreignaríbúðum, félagslegum leiguíbúðum og markaðsvæddum leiguíbúðum. Sagan af Framsóknarvæddu húsnæðiskerfi Þegar Framsókn tók við húsnæðismarkaðnum voru rúm 72% íbúða í eigu fólks sem átti aðeins eina íbúð, hinnar dæmigerðu fjölskyldu innan séreignarstefnunnar. Tæp 19% íbúða voru í eigu fólks sem átti fleiri en eina íbúð. Alla vega helmingur þeirra var leigður út, það er ef hver átti aðeins eina aukaíbúð, en hlutfall leiguíbúða var auðvitað hærra. En við vitum ekki hversu mikið. Rúm 9% íbúða voru síðan í eigu lögaðila, sem áttu ýmist eina eða fleiri úbúðir. Í dag er hlutfall íbúða í eigu fólks sem á aðeins eina íbúð tæp 63%, hefur dregið saman um 9,5%. Sem er ígildi um 14.200 íbúða. Ef jafn stórt hlutfall íbúða ætti að vera í eigu fjölskyldna sem eiga eina íbúð og var áður en Framsókn tók við, þyrfti að færa þessar íbúðir frá lögaðilum og einstaklingum sem eiga fleiri en eina íbúð. 11.225 íbúðir frá lögaðilum og 2.975 frá fólki sem á fleiri en eina íbúð. Með öðrum orðum: Ætla má að húsnæðisstefna Framsóknar valdi því að 14.200 færri fjölskyldur búa nú í séreignarhúsnæði en ella hefði verið, ef óbreyttri húsnæðisstefnu hefði verið haldið áfram. Þetta er því húsnæðisstefna sem fækkar fjölskyldum sem eiga eina íbúð en fjölgar íbúðum sem eru til útleigu. Með öðrum orðum: Stefnan fækkar íbúðareigendum en fjölgar leigjendum. Séreignarstefnan var drepin Einkenni húsnæðisstefnu eftirstríðsáranna á Íslandi var séreignarstefnan. Verkamannabústaðir, sem voru stærsti hluti félagslega húsnæðisgeirans, voru í raun niðurgreiddar séreignaríbúðir. Og helstu einkenni þeirrar stefnu sem Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að innleiða, og Framsóknarflokkurinn eyðilagði, var annars vegar uppbygging félagslegra leigu- og búseturéttaríbúða auk Verkamannabústaða, en hins vegar stuðningur við fjölskyldur til að eignast íbúðir, fyrst og fremst með vaxtabótum. Þessi stefna var aflögð og engin stefna tekin upp í staðinn. Framsóknarflokkurinn vildi að markaðurinn myndi semja sína eigin húsnæðisstefnu. Og eins og alltaf gerist þegar markaðnum fær að ráða þá flytur hann eignir frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast meira. Tekjulægra fólk missti af tækifæri til að eignast íbúðir, sem þess í stað voru keyptar af fyrirtækjum og fjársterku fólki, sem leigðu þeim tekjuminni íbúðirnar fyrir æ hærri húsaleigu. Það mætti kalla þessa stefnu leiguliðavæðingu Framsóknar. Nýfrjálshyggjustefna frá Helvíti Þrátt fyrir loforð um að verja leiguliðana gegn okri í tengslum við lífkjarasamningana 2019, hefur Framsókn ekkert gert í því. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra bar ábyrgð á að ná fram lagabreytingum til að tryggja rétt leigjenda en gerði það ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson sem nú fer með húsnæðismálin í innviðarráðuneytinu hefur endanlega fallið frá þessu loforði, tilkynnt að engar ráðagerðir séu uppi um að setja á leiguþak eða leigubremsu. Stefnan er því ekki aðeins að hrekja sem flestar fjölskyldur út á leigumarkað heldur að gefa hinum efnameiri og leigufyrirtækjum lausan tauminn til að okra eins og þeim lystir á leigunni. Þetta er því hrein nýfrjálshyggjustefna í húsnæðismálum. Markaðsvæðing húsnæðislána og húsnæðisuppbyggingar girðir fyrir möguleika hinna efnaminni til að eignast húsnæði. Og síðan er hinum efnameiri gefinn laus taumur til að blóðmjólka þau sem hrekjast yfir á leigumarkað. Hér er okrið svo taumlaust, að öfugt við það tíðkast í nágrannalöndunum, er húsnæðiskostnaður leigjenda mun hærri en kaupenda. Annars staðar greiða kaupendur meira fyrir að eignast íbúðirnar. Hér greiða leigjendur meira fyrir að eignast þær ekki. Þannig er arfleið Framsóknar í húsnæðismálum. Það er hreint ömurlegt að þessi flokkur fari enn með þennan mikilvæga málaflokk í ríkisstjórn. Og tilefni til að óttast áhrif hans á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar næstu fjögur árin. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Húsnæðismál Leigumarkaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tók við félagsmálaráðuneytinu 1995 eftir átta ára tímabil þar sem Alþýðuflokkurinn hafði stýrt því ráðuneyti, og Jóhanna Sigurðardóttir megnið af þeim tíma. Tímabil Jóhönnu einkenndist af tilraunum til að færa húsnæðiskerfið á Íslandi nær því sem þekktist í nágrannalöndunum, gegn harðri andstöðu annarra flokka í ríkisstjórnum og stundum einnig samflokksmanna Jóhönnu. Nýfrjálshyggjuvæðing húsnæðis Þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var mynduð var það sameiginleg stefna flokkanna að skrúfa ofan af þeim árangri sem Jóhanna hafði náð og í raun að brjóta niður félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið byggt upp allt frá millistríðsárunum. Flokkarnir eyðilögðu Verkamannabústaðakerfið og stöðvuðu vöxt félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélaga og minnkuðu síðan það kerfi kerfisbundið. Næstu skref voru að einkavæða húsnæðislánin til ný-einkavæddra banka, en Húsnæðisstofnun hafði verið stærsti lánveitandi íbúðalána fram að því og virkað sem dempari, dregið úr boðaföllum fjármálakerfisins inn á húsnæðismarkaðinn. Þessi einkavæðing húsnæðislána var svo illa útfærð að yfir almenningi hangir enn um 300 milljarða króna tap þegar Íbúðalánasjóður verður gerður upp eftir fáein ár og skuldin fellur á ríkissjóð. Framsókn ber mesta ábyrgð á húsnæðiskerfinu Frá 1995 eru liðin 27 ár og á þeim tíma hefur Framsókn farið með húsnæðismál í ríkisstjórn 3/4 hluta tímabilsins. 1/4 hluta tímans hafa húsnæðismálin verið í höndum Samfylkingar 2007-13 og Viðreisnar 2017. Framsókn bar ábyrgð á húsnæðismálum 1995-2007, 2013-16 og nú frá 2017. Ef ríkisstjórnin heldur út kjörtímabilið, fram á haust 2025, mun Framsóknarflokkurinn hafa stýrt húsnæðismálum í ríkisstjórn í meira en 77% síðustu þrjá áratugina. Húsnæðiskerfið í dag er því höfundarverk Framsóknar, eins og dómskerfið er sköpunarverk Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur ekki aðeins mótað stefuna og þær stofnanir sem ráða mestu innan kerfisins, heldur stjórnað því hvaða fólk er ráðið til að stýra þessum stofnunum. Ef húsnæðismál á Íslandi eru í kreppu og ef málaflokkurinn einkennist af stjórnleysi og upplausn; þá er það vegna verka og stefnu Framsóknar. Yfirvöld hafa lítinn áhuga á skilja húsnæðismarkaðinn Hérlendis er ekki hægt að nálgast upplýsingar um grundvallarþróun húsnæðismarkaðar yfir langan tíma. Það eru ekki til skráningar yfir lengri tíma á skiptingu íbúða milli eignaíbúða, félagslegra leiguíbúða og leiguíbúða á almennum markaði. Þær skráningar sem eru til ná yfir skamman tíma og innan hans er oft verið að breyta forsendum svo erfitt er að sjá raunverulega þróun og afleiðingar einstaka ákvarðana. Íslensk yfirvöld hafa lítinn áhuga á að skoða eða skilja húsnæðismarkaðinn. Vilja helst reka stefnu byggða á brjóstviti sínu og stjórnmálakenningum, sem oft hafa sannað sig að vera tóm della. Þótt meira hafi verið gefið út af tölulegum upplýsingum á síðari árum, eru þær upplýsingar oftast óskýrar og oft byggðar á vafasömum heimildum. Áður en ég segi ykkur frá þróuninni á Íslandi vil ég því vitna til Bretlands, þar sem skýrari upplýsingar liggja fyrir. Umbylting húsnæðismarkaðar á eftirstríðsárunum Í stríðslok 1945 var húsnæðismarkaðurinn á Bretlandi þannig að um 32% heimila voru í séreign, um 14% voru innan félagslegra leiguíbúða en 54% heimila voru leiguíbúðir á almennum markaði. Markmið ríkisstjórnar Verkamannaflokksins sem tók við af stríðsstjórn Winston Churchill var að bjarga almenningi út af almennum leigumarkaði þar sem fólk var klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu. Þetta varð hin almenna húsnæðisstefna beggja flokka, Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins, allt þar til að Margaret Thatcher vann sigur í kosningunum 1979 og nýfrjálshyggjan tók við af eftirstríðsárastefnunni um aukinn jöfnuð innan kapítalismans. Árangur eftirstríðsárastefnunnar var að á 35 árum féll hlutfall almenna leigumarkaðarins úr 54% niður í 12%. Þetta var gert með því að stækka félagslegt leigukerfi sveitarfélaga, þar sem fjölskyldur greiddu skaplega leigu, úr 14% í 32% og séreignaríbúðum var fjölgað með opinberum stuðningi við íbúðakaupendur úr 31% í 56%. Ef við þýðum þessa breytingu yfir á íslenskan húsnæðismarkað eins og hann er í dag þá jafngildir þetta því að að 63 þúsund heimili séu flutt af hagnaðardrifnum leigumarkaði. 25 þúsund af þessum heimilum fengu félagslegar leiguíbúðir en 38 þúsund heimili fóru af leigumarkaði í eigið húsnæði. Íbúðum fjölgaði auðvitað umtalsvert á tímabilinu, en það er auðveldara að glöggva sig á þróuninni og stærðum með því að stilla þessu fram með þessum hætti. Nýfrjálshyggjan gerir allt annað en hún lofar Frá því Margaret Thatcher innleiddi nýfrjálshyggjunahefur hefur það gerst að ígildi 23 þúsund íbúða á íslenskan mælikvarða hafa verið seldar út úr félagslega leigukerfinu. Þar af hafa 9 þúsund orðið að eignaríbúðum en 12 þúsund færst aftur yfir í hagnaðardrifin leigufyrirtæki. Niðurbrot félagslega leigukerfisins hefur því fyrst og fremst ýtt undir uppbyggingu hagnaðardrifinna leigufélaga, sem var ógnin sem húsnæðisstefna eftirstríðsáranna var ætlað að hemja. Eins og sést á þessu ýtti eftirstríðsárastefnan mun betur undir íbúðarkaup almennings en nýfrjálshyggjan, auk þess að frelsa fleiri fjölskyldur frá hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum. Nýfrjálshyggjan lofaði að auka séreign og þó það hafi gengið að litlu leyti eftir, þá er augljóst að það hægði verulega á íbúðarkaupum almennings frá því sem var á eftirstríðsárunum. Stóra breytingin varð að þeim fjölskyldum fjölgaði sem eru ofurseld hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum. Ástæðan fyrir þessu er að húsnæðisverð rauk upp. Það var erfiðara fyrir nýja kaupendur að komast yfir íbúð, sem fækkaði mjög íbúðareigendum meðal yngri fjölskyldna. Og af þeim sökum neyddust fleiri fjölskyldur til að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufyrirtækjum eða einkaaðilum, þar sem félagslega kerfið hafði verið veikt. Og þetta tvennt saman, hækkun kaupverðs og hlutfallslega minni félagslegur markaður spennti upp leiguverð. Sem gróf undan kaupmætti þess fólks sem var fastur á leigumarkaði. Þetta er þróun sem við könnumst vel við á Íslandi. Loforðin um niðurbrot félagslegs húsnæðiskerfis og full markaðsvæðing húsnæðismarkaðarins leiðir ekki til fjölgunar séreignaríbúða heldur til fjölgunar þeirra fjölskyldna sem hagnaðardrifin leigufyrirtæki blóðmjólka. Og ef stjórnvöld reyna að ýta undir íbúðarkaup leiðir það til ofhitunar markaðarins og enn hærra íbúðaverðs sem veldur því að stórir hópar missa heimili sín þegar kreppir að. Það gerðist í Bretlandi í Hruninu eins og hér og í Bandaríkjunum. Markaðsvæðing húsnæðiskerfa veldur Hruni Þegar Tony Blair varð forsætisráðherra tók hann yfir húsnæðisstefnu Margaretar Thatcher, enda ekkert síður nýfrjálshyggjumaður en hún. Blair trúði að markaðurinn myndi leysa húsnæðismálin og með tímanum myndi 75%, jafnvel 80% fjölskyldna sjálf eiga sitt húsnæði. Markaðurinn hlyti að finna lausnir sem hentuðu öllum. Verkamannaflokkur Blair sneri því ekki við niðurbroti íhaldsflokks Thatcher á félagslega leiguíbúðakerfinu og hélt áfram einkavæðingu íbúðalána. Bankinn Northern Rock sem varð gjaldþrota í Hruninu var upphaflega byggingarlánafélag þeirra sem fengu lán hjá félaginu, en slík félög voru ein af stoðum húsnæðisstefnu eftirstríðsáranna; félagslega rekið íbúðalánakerfi. Northern Rock byggingalánafélaginu var breytt í banka sem var skráður á markað um að leyti sem Tony Blair varð forsætisráðherra. Í Bretlandi, eins og í Bandaríkjunum, má rekja stóran hluta af fjármálahruninu 2008 til aukinna lána til tekjulægra fólks til kaupa á æ dýrari íbúðum. Northern Rock féll þegar íbúðaverð hrundi vegna þess að kaupendur stóðu ekki undir afborgunum og vöxtum. Hlutfall séreignar var þá orðið rúmlega 73% í Bretlandi en féll niður í rúm 63% 2017. Á íslenskan mælikvarða fækkaði íbúðum í séreign um 15 þúsund. Af þróuninni í Bretlandi og Bandaríkjunum, og vissulega hérlendis einnig, er augljóst að óheftur einkavæddur fjármálamarkaður sem drífur áfram húsnæðisstefnu sem miðar á séreign og sem grefur undan félagslegum lausnum, veldur reglulega hruni, ekki bara á húsnæðismarkaði heldur getur hrun hans valdið hruni á fjármálamarkaði. Aftur eru þetta kunnugleg stef. Fasteiganbólan hérlendis fyrir hrun sprakk og mikill fjöldi fjölskyldna missti heimili sín, hraktist út á leigumarkað sem varð að gróðramaskínu fyrir vogunarsjóði og betur sett fólk. En í þessu, sem og svo mörgu öðru, skortir upplýsingar. Það er deilt um hvert umfang þessara hamfara var. Það er þagað um hversu margar íbúðir voru teknar af fjölskyldum og færðar vogunarsjóðum í húsnæðisbraski. Stjórnvöld fela raunverulegar afleiðingar af húsnæðisstefnu sinni. Veikar upplýsingar um húsnæðiskerfið Til að bera söguna af eyðileggingu bresks húsnæðiskerfis saman við Ísland skulum við skoða skiptingu íbúða frá 1994, ári áður en Framsókn tók við stjórn húsnæðismála; eftir því hver á íbúðina; lögaðilar eða einstaklingar, og hvort viðkomandi á aðeins eina íbúð eða fleiri. Þetta mun gefa okkur mynd af þróuninni, þótt þetta séu síður en svo fullkomin mælitæki. Það er t.d. ekki gerður greinarmunur á hvort lögaðilar séu hagnaðardrifin fyrirtæki eða opinber/félagsleg fyrirbrigði eins og Félagsbústaðir eða Félagsstofnun stúdenta. Og við vitum ekki hversu margir einstaklingar eru á bak við þær íbúðir sem eru í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki hversu stór hluti íbúðanna er í eigu fólks sem á eina auka íbúð eða tuttugu, svo dæmi séu tekin. En svona er að búa á Íslandi. Þar gefa stjórnvöld gjarnan út upplýsingar um allskonar en síst af öllu um það sem hjálpar okkur til að skilja afleiðingar stefnu stjórnvalda. Það er með afbrigðum heimskulegt að Hagstofan, Þjóðskrá eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skuli einfaldlega ekki flokka íbúðir eftir séreignaríbúðum, félagslegum leiguíbúðum og markaðsvæddum leiguíbúðum. Sagan af Framsóknarvæddu húsnæðiskerfi Þegar Framsókn tók við húsnæðismarkaðnum voru rúm 72% íbúða í eigu fólks sem átti aðeins eina íbúð, hinnar dæmigerðu fjölskyldu innan séreignarstefnunnar. Tæp 19% íbúða voru í eigu fólks sem átti fleiri en eina íbúð. Alla vega helmingur þeirra var leigður út, það er ef hver átti aðeins eina aukaíbúð, en hlutfall leiguíbúða var auðvitað hærra. En við vitum ekki hversu mikið. Rúm 9% íbúða voru síðan í eigu lögaðila, sem áttu ýmist eina eða fleiri úbúðir. Í dag er hlutfall íbúða í eigu fólks sem á aðeins eina íbúð tæp 63%, hefur dregið saman um 9,5%. Sem er ígildi um 14.200 íbúða. Ef jafn stórt hlutfall íbúða ætti að vera í eigu fjölskyldna sem eiga eina íbúð og var áður en Framsókn tók við, þyrfti að færa þessar íbúðir frá lögaðilum og einstaklingum sem eiga fleiri en eina íbúð. 11.225 íbúðir frá lögaðilum og 2.975 frá fólki sem á fleiri en eina íbúð. Með öðrum orðum: Ætla má að húsnæðisstefna Framsóknar valdi því að 14.200 færri fjölskyldur búa nú í séreignarhúsnæði en ella hefði verið, ef óbreyttri húsnæðisstefnu hefði verið haldið áfram. Þetta er því húsnæðisstefna sem fækkar fjölskyldum sem eiga eina íbúð en fjölgar íbúðum sem eru til útleigu. Með öðrum orðum: Stefnan fækkar íbúðareigendum en fjölgar leigjendum. Séreignarstefnan var drepin Einkenni húsnæðisstefnu eftirstríðsáranna á Íslandi var séreignarstefnan. Verkamannabústaðir, sem voru stærsti hluti félagslega húsnæðisgeirans, voru í raun niðurgreiddar séreignaríbúðir. Og helstu einkenni þeirrar stefnu sem Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að innleiða, og Framsóknarflokkurinn eyðilagði, var annars vegar uppbygging félagslegra leigu- og búseturéttaríbúða auk Verkamannabústaða, en hins vegar stuðningur við fjölskyldur til að eignast íbúðir, fyrst og fremst með vaxtabótum. Þessi stefna var aflögð og engin stefna tekin upp í staðinn. Framsóknarflokkurinn vildi að markaðurinn myndi semja sína eigin húsnæðisstefnu. Og eins og alltaf gerist þegar markaðnum fær að ráða þá flytur hann eignir frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast meira. Tekjulægra fólk missti af tækifæri til að eignast íbúðir, sem þess í stað voru keyptar af fyrirtækjum og fjársterku fólki, sem leigðu þeim tekjuminni íbúðirnar fyrir æ hærri húsaleigu. Það mætti kalla þessa stefnu leiguliðavæðingu Framsóknar. Nýfrjálshyggjustefna frá Helvíti Þrátt fyrir loforð um að verja leiguliðana gegn okri í tengslum við lífkjarasamningana 2019, hefur Framsókn ekkert gert í því. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra bar ábyrgð á að ná fram lagabreytingum til að tryggja rétt leigjenda en gerði það ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson sem nú fer með húsnæðismálin í innviðarráðuneytinu hefur endanlega fallið frá þessu loforði, tilkynnt að engar ráðagerðir séu uppi um að setja á leiguþak eða leigubremsu. Stefnan er því ekki aðeins að hrekja sem flestar fjölskyldur út á leigumarkað heldur að gefa hinum efnameiri og leigufyrirtækjum lausan tauminn til að okra eins og þeim lystir á leigunni. Þetta er því hrein nýfrjálshyggjustefna í húsnæðismálum. Markaðsvæðing húsnæðislána og húsnæðisuppbyggingar girðir fyrir möguleika hinna efnaminni til að eignast húsnæði. Og síðan er hinum efnameiri gefinn laus taumur til að blóðmjólka þau sem hrekjast yfir á leigumarkað. Hér er okrið svo taumlaust, að öfugt við það tíðkast í nágrannalöndunum, er húsnæðiskostnaður leigjenda mun hærri en kaupenda. Annars staðar greiða kaupendur meira fyrir að eignast íbúðirnar. Hér greiða leigjendur meira fyrir að eignast þær ekki. Þannig er arfleið Framsóknar í húsnæðismálum. Það er hreint ömurlegt að þessi flokkur fari enn með þennan mikilvæga málaflokk í ríkisstjórn. Og tilefni til að óttast áhrif hans á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar næstu fjögur árin. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar