Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2022 11:41 Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið. Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“ Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52
Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18