Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2022 12:55 Ef marka má útskýringar séra Davíðs Þórs Jónssonar á umdeildum orðum hans þá virðist inntakið hafa farið milli stafs og hurðar hjá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi þegar hún ávítaði hann. Biskupsstofa neitar að afhenda bréfið á þeim forsendum að upplýsingalög eigi ekki við um Þjóðkirkjuna. vísir/vilhelm Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. Vísir beindi fyrirspurn til Biskupsstofu í kjölfar máls sem hefur valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel ringulreið í herbúðum Þjóðkirkjunnar og víðar. Séra Davíð Þór ritaði á Facebook-síðu sína harðorða ádrepu þar sem hann fordæmdi brottvísun flóttafólks af hálfu ríkisstjórnarinnar héðan af landi auk þess sem hann sakaði Vinstri græna um hræsni í því samhengi; gjörðir þeirra væru ekki í nokkru samhengi við það hvernig töluðu í aðdraganda kosninga. „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir meðal annars í pistlinum og hafa þau orð farið fyrir brjóstið á ýmsum. Séra Davíð Þór hefur útskýrt að þarna sé um að ræða tilvitnun í Madeleine Albrigt („There is a special place in hell for women who do not help other women.“) og í Martin Luther King (I agree with Dante, that the hottest places in hell are reserved for those who in a periond of moral crisis maintain ther neutrallity.“); svona sé tekið til orða og ætti vísunin að vera þekkt. Segja upplýsingalög ekki eiga við um sig Eftir að fyrir lá að orð Séra Davíðs Þórs fóru víða og ullu skjálfta sendi Biskup bréf stílað Davíð þar sem honum er veitt formlegt tiltal fyrir sín „harkalegu og ósmekklegu skrif“. Prestum Þjóðkirkjunnar beri að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. „Í ljósi þessa hefur biskup Íslands veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups. Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði jafnframt í samtali við mbl.is að yfirlýsing séra Davíðs um að flokksmenn Vinstri grænna eigi helvítisvist vísa stangist á við siðareglur presta. Agnes segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið mjög alvarlegum augum af Þjóðkirkjunni. Hvað segir í bréfinu til Séra Davíðs? Ákúrur biskups eru hins vegar ekki óumdeildar. Þannig hefur til að mynda formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. Vísir vildi upplýsa lesendur sína um hvað stæði nánar tilgreint í téðu bréfi Agnesar biskups, því hér er meiningarmunur og beindi fyrirspurn til Biskupsstofu þar að lútandi. Pétur G. Markan biskupsritari segir í svari það vera mat Biskupsstofu að „upplýsingalögin eigi ekki lengur við um Þjóðkirkjuna. Jafnvel þó svo væri þá litum við svo á að um sé að ræða skjal sem ekki sé afhendingarskyld samkvæmt upplýsingalögum þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Á grundvelli þessa afhendum við ekki formlegt tiltal sem sr. Davíð Þór fékk á dögunum og vísað er til,“ segir í svari Péturs biskupsritara. ÚNU hefur skikkað Kirkjuna til að veita upplýsingar Þetta svar stangast efnislega á við það sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins fyrir ári er greint frá því að samkvæmt úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) þá heyri Þjóðkirkjan, sem formlegur handhafi framkvæmdavalds, undir upplýsingalög eins og aðrir opinberir aðilar. Fréttablaðið hafði þá ítrekað reynt að afla upplýsinga um söluverð á hinu svokallaða Kirkjuhúsi sem stendur við Laugaveg 31. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að upplýsingalög eigi ekki lengur við um Þjóðkirkjuna og neitar að afhenda bréfið.Vísir/Stöð 2 Kirkjan neitaði enn og bar við trúnaði við kaupandann Valdimar Kr. Hannesson og fjölskyldu en talsmaður hans hafði hins vegar sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu af sinni hálfu að þær upplýsingar yrðu veittar, ef Kirkjan féllist á það. Kirkjan hélt því þá fram að þó samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár um að ríkisvaldinu bæri að styðja þjóðkirkjuna sé hún og ríkið ekki eitt. „Þjóðkirkjan skuli samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar njóta stuðnings ríkisvaldsins en það breyti því ekki að hún fari hvorki með ríkisvald né sé í eigu ríkisins,“ sagði um þau rök þjóðkirkjunnar í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. „Staða þjóðkirkjunnar gagnvart upplýsingalögum sé því ekki önnur en annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem einnig njóti lögbundinna sóknargjalda frá félagsmönnum sínum.“ Meðal annars á þessum forsendum hyggst Vísir senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál erindi þar sem þess er farið á leit að nefndin taki til umfjöllunar hvort ekki sé vert að afhenda umbeðin gögn í málinu svo upplýst afstaða geti legið fyrir. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vísir beindi fyrirspurn til Biskupsstofu í kjölfar máls sem hefur valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel ringulreið í herbúðum Þjóðkirkjunnar og víðar. Séra Davíð Þór ritaði á Facebook-síðu sína harðorða ádrepu þar sem hann fordæmdi brottvísun flóttafólks af hálfu ríkisstjórnarinnar héðan af landi auk þess sem hann sakaði Vinstri græna um hræsni í því samhengi; gjörðir þeirra væru ekki í nokkru samhengi við það hvernig töluðu í aðdraganda kosninga. „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir meðal annars í pistlinum og hafa þau orð farið fyrir brjóstið á ýmsum. Séra Davíð Þór hefur útskýrt að þarna sé um að ræða tilvitnun í Madeleine Albrigt („There is a special place in hell for women who do not help other women.“) og í Martin Luther King (I agree with Dante, that the hottest places in hell are reserved for those who in a periond of moral crisis maintain ther neutrallity.“); svona sé tekið til orða og ætti vísunin að vera þekkt. Segja upplýsingalög ekki eiga við um sig Eftir að fyrir lá að orð Séra Davíðs Þórs fóru víða og ullu skjálfta sendi Biskup bréf stílað Davíð þar sem honum er veitt formlegt tiltal fyrir sín „harkalegu og ósmekklegu skrif“. Prestum Þjóðkirkjunnar beri að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. „Í ljósi þessa hefur biskup Íslands veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups. Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði jafnframt í samtali við mbl.is að yfirlýsing séra Davíðs um að flokksmenn Vinstri grænna eigi helvítisvist vísa stangist á við siðareglur presta. Agnes segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið mjög alvarlegum augum af Þjóðkirkjunni. Hvað segir í bréfinu til Séra Davíðs? Ákúrur biskups eru hins vegar ekki óumdeildar. Þannig hefur til að mynda formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. Vísir vildi upplýsa lesendur sína um hvað stæði nánar tilgreint í téðu bréfi Agnesar biskups, því hér er meiningarmunur og beindi fyrirspurn til Biskupsstofu þar að lútandi. Pétur G. Markan biskupsritari segir í svari það vera mat Biskupsstofu að „upplýsingalögin eigi ekki lengur við um Þjóðkirkjuna. Jafnvel þó svo væri þá litum við svo á að um sé að ræða skjal sem ekki sé afhendingarskyld samkvæmt upplýsingalögum þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Á grundvelli þessa afhendum við ekki formlegt tiltal sem sr. Davíð Þór fékk á dögunum og vísað er til,“ segir í svari Péturs biskupsritara. ÚNU hefur skikkað Kirkjuna til að veita upplýsingar Þetta svar stangast efnislega á við það sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins fyrir ári er greint frá því að samkvæmt úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) þá heyri Þjóðkirkjan, sem formlegur handhafi framkvæmdavalds, undir upplýsingalög eins og aðrir opinberir aðilar. Fréttablaðið hafði þá ítrekað reynt að afla upplýsinga um söluverð á hinu svokallaða Kirkjuhúsi sem stendur við Laugaveg 31. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að upplýsingalög eigi ekki lengur við um Þjóðkirkjuna og neitar að afhenda bréfið.Vísir/Stöð 2 Kirkjan neitaði enn og bar við trúnaði við kaupandann Valdimar Kr. Hannesson og fjölskyldu en talsmaður hans hafði hins vegar sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu af sinni hálfu að þær upplýsingar yrðu veittar, ef Kirkjan féllist á það. Kirkjan hélt því þá fram að þó samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár um að ríkisvaldinu bæri að styðja þjóðkirkjuna sé hún og ríkið ekki eitt. „Þjóðkirkjan skuli samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar njóta stuðnings ríkisvaldsins en það breyti því ekki að hún fari hvorki með ríkisvald né sé í eigu ríkisins,“ sagði um þau rök þjóðkirkjunnar í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. „Staða þjóðkirkjunnar gagnvart upplýsingalögum sé því ekki önnur en annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem einnig njóti lögbundinna sóknargjalda frá félagsmönnum sínum.“ Meðal annars á þessum forsendum hyggst Vísir senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál erindi þar sem þess er farið á leit að nefndin taki til umfjöllunar hvort ekki sé vert að afhenda umbeðin gögn í málinu svo upplýst afstaða geti legið fyrir.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira