Uppgjör fyrstu átta umferða Bestu: Breiðablik best, Ísak Snær bestur og Valur valdið mestum vonbrigðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:30 Breiðablik hefur bókstaflega verið óstöðvandi til þessa. Vísir/Hulda Margrét Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Að henni lokinni gerði Stúkan upp fyrstu átta umferðir mótsins. Eðlilega var Breiðablik mikið í umræðunni þar sem liðið er með fullt hús stiga. Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira