City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 22:15 Frekari breytingar gætu orðið á leikmannahópi Englandsmeistaranna fyrir næstu leiktíð. Visionhaus/Getty Images Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira
City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira