Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2022 21:46 Soffía Steingrímsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni í sjö ár. Hún ætlar að hætta vegna langvarandi manneklu. Vísir Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira