Perez framlengir við Red Bull Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 18:45 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Red Bull. Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner. Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner.
Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira