Þrjátíu þúsund áhorfendur í það minnsta þrátt fyrir áhorfendabann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 23:31 Raheem Sterling varð fyrir kynþáttaníð af hálfu ungverskra áhorfenda. Attila Trenka/PA Images via Getty Images Að minnsta kosti þrjátíu þúsund áhorfendur munu mæta á leik Ungverja og Englendinga í Búdapest næstkomandi laugardag þrátt fyrir að leikurinn eigi að fara fram fyrir luktum dyrum. Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns. Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns.
Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira