„Í dag er hugur minn bara við þetta starf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 08:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm „Ég held það sé rosalega auðvelt að standa hérna og segja nei þegar manni hefur ekki verið boðið eitt né neitt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um orðróma þess efnis að hann væri að taka við danska úrvalsdeildarliðinu AGF. Óskar Hrafn ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason á dögunum og fór yfir víðan völl. Þar var hann spurður út í áhuga AGF en sonur hans spilar með FC Kaupmannahöfn þar í landi á meðan dóttir hans er hinum megin við brúnna í Svíþjóð hjá Kristianstad. „Auðvitað er það þannig að maður er með metnað, maður vill reyna ná eins langt og kostur er en í dag er hugur minn bara við þetta starf,“ bætti Óskar Hrafn við. „Það er meira en nóg að hafa áhyggjur hér en vera ekki að líka hafa áhyggjur af einhverju annarsstaðar í útlöndum. Við erum að prédika núvitund og vera augnablikinu, þannig ég verð bara hér og einbeiti mér að því,“ sagði þjálfari toppliðs Bestu deildarinnar og glotti við tönn. Ekkert veriður leikið næstu tvær vikur í Bestu deildinni þar sem landsleikjahlé er nú í gangi. „Ég held það sé hættulegt að kalla þetta frí, við verðum að kalla þetta hlé á Íslandsmótinu. Við munum æfa út þessa viku og gefa frí frá föstudegi til mánudags og svo komum við aftur á þriðjudaginn og gírum okkur þá upp í leik á móti Val.“ „Mér sýnist menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega, það er því fínt að loka þessari viku og senda menn svo í smá frí en þeir verða að passa upp á sig því menn eru fljótir að detta niður. Þurfum að reyna finna þetta jafnvægi milli þess að æfa og verða betri og svo líka halda mönnum ferskum því það þýðir ekki bara að berja þá áfram. Þá endar þú út í skurði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að endingu. Klippa: Óskar Hrafn um mögulegt starf í Danmörku Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01 Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Óskar Hrafn ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason á dögunum og fór yfir víðan völl. Þar var hann spurður út í áhuga AGF en sonur hans spilar með FC Kaupmannahöfn þar í landi á meðan dóttir hans er hinum megin við brúnna í Svíþjóð hjá Kristianstad. „Auðvitað er það þannig að maður er með metnað, maður vill reyna ná eins langt og kostur er en í dag er hugur minn bara við þetta starf,“ bætti Óskar Hrafn við. „Það er meira en nóg að hafa áhyggjur hér en vera ekki að líka hafa áhyggjur af einhverju annarsstaðar í útlöndum. Við erum að prédika núvitund og vera augnablikinu, þannig ég verð bara hér og einbeiti mér að því,“ sagði þjálfari toppliðs Bestu deildarinnar og glotti við tönn. Ekkert veriður leikið næstu tvær vikur í Bestu deildinni þar sem landsleikjahlé er nú í gangi. „Ég held það sé hættulegt að kalla þetta frí, við verðum að kalla þetta hlé á Íslandsmótinu. Við munum æfa út þessa viku og gefa frí frá föstudegi til mánudags og svo komum við aftur á þriðjudaginn og gírum okkur þá upp í leik á móti Val.“ „Mér sýnist menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega, það er því fínt að loka þessari viku og senda menn svo í smá frí en þeir verða að passa upp á sig því menn eru fljótir að detta niður. Þurfum að reyna finna þetta jafnvægi milli þess að æfa og verða betri og svo líka halda mönnum ferskum því það þýðir ekki bara að berja þá áfram. Þá endar þú út í skurði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að endingu. Klippa: Óskar Hrafn um mögulegt starf í Danmörku Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01 Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. 31. maí 2022 10:01
Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. 1. júní 2022 08:01