Guðjón Pétur og Hermann ná sáttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 14:01 Guðjón Pétur á fleygiferð gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni. Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35