Nýir eigendur Galtalækjar taka því rólega en stefna á deiliskipulagningu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 11:09 Nýir eigendur Galtalækjar munu að öllum líkindum ekki hafa mikil not fyrir aðalþjónustuhúsið á gamla tjaldsvæðinu. vísir/óttar Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum. Stjórnarformaður félagsins segir stefnuna fyrst og fremst vera að koma svæðinu í sómasamlegt ástand. Sem stendur eru engin frekari áform um nýtingu landsins. Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar
Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira