Þetta segir í dagbók lögreglu og kemur þar fram að ýmislegt hafi verið um að vera hjá lögreglu í dag. Tveir voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna og einn fyrir ölvunarakstur. Þeir sem voru gripnir við vímuefnaaksturinn reyndust báðir hafa verið sviptir ökuréttindum vegna fyrri brota af sama tagi. Lögregla bendir á að sektir vegna aksturs sviptur ökurétti séu nokkuð háar, en við fyrsta brot af því tagi nemi sektin 120 þúsund krónum.
Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austurhluta borgarinnar og var þar meðal annars bíl stolið. Þá var framið innbrot í fyrirtæki í Kópavogi en lögregla segist hafa sterkar vísbendingar um hver hafi verið þar að verki.
Vinnuslys varð þá við byggingarsvæði í Vesturbæ þar sem starfsmaður slasaðist á fæti. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.