Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2022 22:00 Arnar Hauksson er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Vísir/Egill Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“ Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“
Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira