Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 18:44 Erna Kristín hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytis. Stjórnarráðið Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48
Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07