Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Smári Jökull Jónsson, Andri Már Eggertsson, Árni Jóhannsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 6. júní 2022 20:35 Andri Lucas Guðjohnsen í baráttunni í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. Arnar Þór Viðarsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-2 jafnteflinu við Ísrael á fimmtudag. Davíð Kristján Ólafsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Lucas Guðjohnsen komu inn í liðið fyrir þá Brynjar Inga Bjarnason, Hákon Arnar Haraldsson og Svein Aron Guðjohnsen. Þeir tveir fyrrnefndu sem viku úr byrjunarliðinu meiddust í leiknum í Ísrael. Ísland var með eitt stig fyrir leik kvöldsins, eftir jafnteflið í miðri viku, en Albanía var að spila sinn fyrsta leik í riðlinum. Albanía hefði átt að mæta Rússum í fyrstu umferð en þeim var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Aðeins þrjú lið eru því í riðlinum í stað fjögurra. Fátt var um fína drætti í upphafi leiks þar sem hvorugu liðanna tókst vel til að skapa sér færi. Albanar voru þó ívið hættulegri og fengu fjórar hornspyrnur á fyrstu sjö mínútum leiksins. Ekkert kom þó upp úr neinni spyrnanna, sem allar komu frá hægri kantinum, hvar albanska liðið var með stanslausar skipulagsferðir allan fyrri hálfleikinn. Íslenska liðið vann sig hægt og rólega inn í leikinn eftir að hafa verið undir pressu í upphafi. Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Sigurðsson voru ljósu punktarnir í sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik en þeir voru viðriðnir allt það sem liðið skapaði sér. Ísak sendi Arnór Sigurðsson í gegn með afar laglegri sendingu á 14. mínútu en Arnór virtist fipast og það rann út í sandinn. Arnór fékk hins vegar upplagt tækifæri á 19. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur hans innan teigs Albaníu eftir langt innkast Harðar Björgvins frá hægri. Hann skaut boltanum fast og ofarlega, hægra megin við Berisha af stuttu færi en sá albanski gerði afar vel að verja. Enn voru Skagamennirnir í eldlínunni á 23. mínútu þegar Arnór vann boltann á miðjum vallarhelmingi Albaníu, kom boltanum á Ísak Bergmenn sem rauk í átt að marki en skot hans við vítateigsbogann geigaði. Eftir þann fína kafla íslenska liðsins voru Albanir aftur með yfirhöndina um þónokkra stund. Líkt og í upphafi var fátt um færin þrátt fyrir að liðið skapaði sér fínar leikstöður. Það kom þó að færinu á 29. mínútu, og enn var það eftir sókn upp hægri kantinn. Amir Abrashi fékk þá boltann við markteigslínu Íslands, hægra megin við endalínu, eftir fínt spil gestanna. Hann sparkaði boltanum fyrir markið en Rúnar Alex Rúnarsson sló boltann út í teiginn, beint fyrir fætur framherjans Taulant Seferi sem kom boltanum í markið af um tveggja metra færi. Íslandi gekk vel að tengja sendingar og halda í boltann það sem eftir lifði hálfleiksins. Góðar sóknarstöður og færi voru þó af skornum skammti, þar sem bölvanlega gekk þegar á síðasta vallarþriðjung var komið. Albanía leiddi 1-0 í hálfleik. Góðri byrjun á síðari hálfleik ekki fylgt nægilega vel eftir Ísland hóf síðari hálfleikinn kröftuglega og uppskar fljótt eftir því. Liðið vann þá boltann eftir markspyrnu Albaníu og fór upp í hraða sókn. Arnór Sigurðsson kom boltanum á Andra Lucas hægra megin í teignum, hvar hann átti í baráttu við tvo albanska varnarmenn. Boltinn hrökk af öðrum varnarmannana, fyrir fætur Jóns Dags Þorsteinssonar sem afgreiddi boltann snyrtilega úr miðjum teignum, einn gegn markmanni. Eftir heldur hægan fyrri hálfleik virtist mark Íslands hleypa meiri hraða og ákefð í leikinn. Jón Dagur ógnaði aftur á 55. mínútu þegar skot hans frá vítateigslínu vinstra megin var varið af Berisha. Í millitíðinni höfðu bæði Hörður Björgvin Magnússon og Birkir Bjarnason misst boltann klaufalega djúpt á vallarhelmingi Íslands og gefið Albönum færi á sér – hvorugum refsaðist þó fyrir. Eftir því sem leið á hálfleikinn virtist þreyta farin að gera vart við sig hjá báðum liðum og aðeins tók að slitna á milli lína beggja megin vallar. Enn var þó fátt um færi. Íslandi gekk betur að halda í boltann en í fyrri hálfleik og þá voru góðir spilkaflar og hættustöður Albaníu töluvert færri og styttri en í fyrri hálfleik. Herslumuninn vantaði þó og hvorugu liðanna tókst að bæta við marki. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli liðanna. Af hverju varð jafntefli? Hvorugu liðanna tókst að binda endahnút á sóknir sínar á síðari hluta leiksins. Albanía fékk sínar bestu sóknarstöður eftir hléið í kjölfar einstaklingsmistaka snemma í hálfleiknum en vörn Íslands varð sterkari eftir því sem leið á leikinn. Hvað þýða úrslitin? Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðlinum og eru efstir. Albanía og Ísrael hafa aðeins leikið einn og eru bæði með eitt stig fyrir innbyrðis leik sinn á fimmtudag. Hverjir sköruðu fram úr? Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru drifkraftarnir í sóknarleik liðsins framan af leik og komust hvað best frá sínu. Hvað gerist næst? Ísland mætir San Marínó ytra í æfingaleik á fimmtudagskvöldið, en þá átti liðið að mæta Rússlandi í Þjóðadeildinni. Óvíst er hversu margir úr núverandi hópi fara til San Marínó, en uppfylling í hópinn kann að berast úr U21 landsliðinu. Einhverjir verða líklega eftir á Íslandi og æfa fyrir leik Íslands við Ísrael í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli mánudaginn 13. júní. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. Arnar Þór Viðarsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-2 jafnteflinu við Ísrael á fimmtudag. Davíð Kristján Ólafsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Lucas Guðjohnsen komu inn í liðið fyrir þá Brynjar Inga Bjarnason, Hákon Arnar Haraldsson og Svein Aron Guðjohnsen. Þeir tveir fyrrnefndu sem viku úr byrjunarliðinu meiddust í leiknum í Ísrael. Ísland var með eitt stig fyrir leik kvöldsins, eftir jafnteflið í miðri viku, en Albanía var að spila sinn fyrsta leik í riðlinum. Albanía hefði átt að mæta Rússum í fyrstu umferð en þeim var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Aðeins þrjú lið eru því í riðlinum í stað fjögurra. Fátt var um fína drætti í upphafi leiks þar sem hvorugu liðanna tókst vel til að skapa sér færi. Albanar voru þó ívið hættulegri og fengu fjórar hornspyrnur á fyrstu sjö mínútum leiksins. Ekkert kom þó upp úr neinni spyrnanna, sem allar komu frá hægri kantinum, hvar albanska liðið var með stanslausar skipulagsferðir allan fyrri hálfleikinn. Íslenska liðið vann sig hægt og rólega inn í leikinn eftir að hafa verið undir pressu í upphafi. Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Sigurðsson voru ljósu punktarnir í sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik en þeir voru viðriðnir allt það sem liðið skapaði sér. Ísak sendi Arnór Sigurðsson í gegn með afar laglegri sendingu á 14. mínútu en Arnór virtist fipast og það rann út í sandinn. Arnór fékk hins vegar upplagt tækifæri á 19. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur hans innan teigs Albaníu eftir langt innkast Harðar Björgvins frá hægri. Hann skaut boltanum fast og ofarlega, hægra megin við Berisha af stuttu færi en sá albanski gerði afar vel að verja. Enn voru Skagamennirnir í eldlínunni á 23. mínútu þegar Arnór vann boltann á miðjum vallarhelmingi Albaníu, kom boltanum á Ísak Bergmenn sem rauk í átt að marki en skot hans við vítateigsbogann geigaði. Eftir þann fína kafla íslenska liðsins voru Albanir aftur með yfirhöndina um þónokkra stund. Líkt og í upphafi var fátt um færin þrátt fyrir að liðið skapaði sér fínar leikstöður. Það kom þó að færinu á 29. mínútu, og enn var það eftir sókn upp hægri kantinn. Amir Abrashi fékk þá boltann við markteigslínu Íslands, hægra megin við endalínu, eftir fínt spil gestanna. Hann sparkaði boltanum fyrir markið en Rúnar Alex Rúnarsson sló boltann út í teiginn, beint fyrir fætur framherjans Taulant Seferi sem kom boltanum í markið af um tveggja metra færi. Íslandi gekk vel að tengja sendingar og halda í boltann það sem eftir lifði hálfleiksins. Góðar sóknarstöður og færi voru þó af skornum skammti, þar sem bölvanlega gekk þegar á síðasta vallarþriðjung var komið. Albanía leiddi 1-0 í hálfleik. Góðri byrjun á síðari hálfleik ekki fylgt nægilega vel eftir Ísland hóf síðari hálfleikinn kröftuglega og uppskar fljótt eftir því. Liðið vann þá boltann eftir markspyrnu Albaníu og fór upp í hraða sókn. Arnór Sigurðsson kom boltanum á Andra Lucas hægra megin í teignum, hvar hann átti í baráttu við tvo albanska varnarmenn. Boltinn hrökk af öðrum varnarmannana, fyrir fætur Jóns Dags Þorsteinssonar sem afgreiddi boltann snyrtilega úr miðjum teignum, einn gegn markmanni. Eftir heldur hægan fyrri hálfleik virtist mark Íslands hleypa meiri hraða og ákefð í leikinn. Jón Dagur ógnaði aftur á 55. mínútu þegar skot hans frá vítateigslínu vinstra megin var varið af Berisha. Í millitíðinni höfðu bæði Hörður Björgvin Magnússon og Birkir Bjarnason misst boltann klaufalega djúpt á vallarhelmingi Íslands og gefið Albönum færi á sér – hvorugum refsaðist þó fyrir. Eftir því sem leið á hálfleikinn virtist þreyta farin að gera vart við sig hjá báðum liðum og aðeins tók að slitna á milli lína beggja megin vallar. Enn var þó fátt um færi. Íslandi gekk betur að halda í boltann en í fyrri hálfleik og þá voru góðir spilkaflar og hættustöður Albaníu töluvert færri og styttri en í fyrri hálfleik. Herslumuninn vantaði þó og hvorugu liðanna tókst að bæta við marki. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli liðanna. Af hverju varð jafntefli? Hvorugu liðanna tókst að binda endahnút á sóknir sínar á síðari hluta leiksins. Albanía fékk sínar bestu sóknarstöður eftir hléið í kjölfar einstaklingsmistaka snemma í hálfleiknum en vörn Íslands varð sterkari eftir því sem leið á leikinn. Hvað þýða úrslitin? Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðlinum og eru efstir. Albanía og Ísrael hafa aðeins leikið einn og eru bæði með eitt stig fyrir innbyrðis leik sinn á fimmtudag. Hverjir sköruðu fram úr? Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru drifkraftarnir í sóknarleik liðsins framan af leik og komust hvað best frá sínu. Hvað gerist næst? Ísland mætir San Marínó ytra í æfingaleik á fimmtudagskvöldið, en þá átti liðið að mæta Rússlandi í Þjóðadeildinni. Óvíst er hversu margir úr núverandi hópi fara til San Marínó, en uppfylling í hópinn kann að berast úr U21 landsliðinu. Einhverjir verða líklega eftir á Íslandi og æfa fyrir leik Íslands við Ísrael í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli mánudaginn 13. júní.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti