Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 14:05 Deilur um Vatnsendajörðina spanna áratugabil. Árið 2013 sló Hæstiréttur því föstu að Þorsteinn Hjaltested væri ekki eigandi jarðarinnar. Vísir/Vilhelm Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. Dómkröfur stefnenda voru þær að aðalstefndi Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara var um 48 milljarða króna krafist. Þá var til þrautavara krafist 2,25 milljarða úr hendi varastefnda, dánarbús Þorsteins Hjaltested, sem lést árið 2018. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Dánarbú Þorsteins Hjaltested var sömuleiðis sýknað og voru því dæmdar 29 milljónir króna í málskostnað fyrir héraði en málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður. Dæmdur málskostnaður í héraði var lækkaður umtalsvert. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra, Vilhjálmur H. Vilhjálmson fyrrverandi Landsréttardómari, sératkvæði. Hann var ósammála hinum dómurunum tveimur um að erfingjar Sigurðar þyrftu að sanna að þeir hefðu beðið tjón þegar Kópavogsbær gerði eignarnám í jörðinni árið 2007. Því vildi hann staðfesta dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður dánarbús Finnborgar Bettýjar Gísladóttur og Hansínu Sesselju Gísladóttur, sem voru meðal stefnenda í málinu, segir að fara þurfi yfir dóminn og sjá hversu ítarlega rökstuddur hann er áður en ákvörðun verður tekin um mögulega áfrýjun til Hæstaréttar, í örstuttu samtali við Vísi fyrir utan dómsal. Í héraði var Kópavogsbær dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir króna. Þá var bærinn dæmdur til greiðslu 43 milljóna króna í málskostnað til erfingja dánarbúsins. Landsréttur felldi málskostnað milli Kópavogsbæjar og erfingjanna niður á báðum dómstigum. Erfingjarnir þurftu að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Fjölmargir hæstaréttardómar á áratugabili Deilur um Vatnsendajörðina í Kópavogi hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár enda er jörðin gríðarlega verðmæt og réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum, mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar verður birtur. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Dómkröfur stefnenda voru þær að aðalstefndi Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara var um 48 milljarða króna krafist. Þá var til þrautavara krafist 2,25 milljarða úr hendi varastefnda, dánarbús Þorsteins Hjaltested, sem lést árið 2018. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Dánarbú Þorsteins Hjaltested var sömuleiðis sýknað og voru því dæmdar 29 milljónir króna í málskostnað fyrir héraði en málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður. Dæmdur málskostnaður í héraði var lækkaður umtalsvert. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra, Vilhjálmur H. Vilhjálmson fyrrverandi Landsréttardómari, sératkvæði. Hann var ósammála hinum dómurunum tveimur um að erfingjar Sigurðar þyrftu að sanna að þeir hefðu beðið tjón þegar Kópavogsbær gerði eignarnám í jörðinni árið 2007. Því vildi hann staðfesta dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður dánarbús Finnborgar Bettýjar Gísladóttur og Hansínu Sesselju Gísladóttur, sem voru meðal stefnenda í málinu, segir að fara þurfi yfir dóminn og sjá hversu ítarlega rökstuddur hann er áður en ákvörðun verður tekin um mögulega áfrýjun til Hæstaréttar, í örstuttu samtali við Vísi fyrir utan dómsal. Í héraði var Kópavogsbær dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir króna. Þá var bærinn dæmdur til greiðslu 43 milljóna króna í málskostnað til erfingja dánarbúsins. Landsréttur felldi málskostnað milli Kópavogsbæjar og erfingjanna niður á báðum dómstigum. Erfingjarnir þurftu að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Fjölmargir hæstaréttardómar á áratugabili Deilur um Vatnsendajörðina í Kópavogi hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár enda er jörðin gríðarlega verðmæt og réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum, mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar verður birtur.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41
75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03
Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23