Bannið gildir í tvö ár en til að öðlast lagagildi þarf Kathy Hochul, ríkisstjóri, að skrifa undir það. Hún hefur sagt að hún vilji tryggja jafnvægi á mili efnahagslegra og umhverfislegra þátta í lagasetningu.
Umhverfissinnar sem töluðu fyrir frumvarpinu segja að losun frá orkuverum sem knýja orkufrekan rafmyntargröft stefni loftslagsmarkmiðum New York-ríkis í hættu.
Gröftur eftir rafmyntum krefst öflugra tölva sem nota gríðarlega mikla orku. AP-fréttastofan segir að samkvæmt einni rannsókn jafnist rafmagsnnotkun vegna rafmyntarinnar bitcoin einnar saman á við alla notkun Hong Kong.
Talsmenn rafmyntariðnaðarins eru ósáttir við frumvarpið og segja það stöða atvinnuuppbyggingu í New York. Verði frumvarpið að lögum færi rafmyntarfyrirtæki sig einfaldlega til annarra ríkja.
Kína hefur þegar bannað gröft eftir rafmyntum, meðal annars í þágu loftslagsmarkmiða sinna.