Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2022 21:07 Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar hafa setið á þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu frá því á miðvikudag. Stöð 2/Egill Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. Það eru fjórir dagar í fyrsta borgarstjórnarfundinn á nýju kjörtímabili. Það er ekkert sem segir að borgarstjórn geti ekki komið saman þótt ekki sé búið að mynda meirihluta. En oddvitar flokkanna fjögurra sem nú ræða saman stefna ljóst og leynt að því að ljúka meirihlutaviðræðunum fyrir borgarstjórnarfundinn. Borgarfulltrúar voru einbeittir á námskeiðinu í Ráðhúsinu í dag.Stöð 2/Egill Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar luku þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu í dag þar sem farið var yfir stjórnkerfi borgarinnar, nefndir, ráð og fundarsköp sem aðeinhverju leyti hefur tafið meirihlutaviðræður oddvita flokkanna fjögurra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir þau hins vega stefna á stíf fundarhöld um helgina. „Við ætlum að nota helgina já. Höfum aðeins verið að nota þessa daga. Tekið örfundi og það hefur bara gengið vel. Aðeins að halda okkur heitum. Það skiptir líka máli,“ segir Þórdís Lóa. Þau hafi náð að snerta á öllum málaflokkum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er bjartsýn á flokki hennar Viðreisn, Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Pírötum takist að ná samkomulagi um nýjan meirihluta í borginni á allra næstu dögum.Stöð 2/Egill „Nú erum við byrjuð í textavinnu og byrjuð að aðgerðabinda og hnoða þetta meira saman. Svo er náttúrlega það sem allir eru alltaf að spyrja um; hlutverkin sem við förum í síðast,“ segir Þórdís Lóa sposk á svip. Það komi að því um helgina eða þegar líða taki á annan í Hvítasunnu á mánudag. Enginn einn málaflokkur hafi reynst flokkunum erfiður þótt þeir hefðu stundum ólíka sýn innan einstakra málaflokka. „En það steytir ekki á neinu stórkostlegu. Það er kannski eitt af því sem við vorum búin að átta okkur á í kosningabaráttunni. Að leiðir þessara fjögurra flokka eru bara nokkuð góðar þegar kemur aðheildarsýn á hvernig borg við viljum til frambúðar.“ Er eitthvað þar sem mun koma okkur almenningi á óvart? „Ég held að við getum alla vega verið alveg viss um að það verða breytingar. Við erum að setja kraft í ýmis mál.“ Kannski með pólitískt lygaramerki á tánum, tekst þetta fyrir þriðjudag? „Ég vona það og við stefnum að því,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Það eru fjórir dagar í fyrsta borgarstjórnarfundinn á nýju kjörtímabili. Það er ekkert sem segir að borgarstjórn geti ekki komið saman þótt ekki sé búið að mynda meirihluta. En oddvitar flokkanna fjögurra sem nú ræða saman stefna ljóst og leynt að því að ljúka meirihlutaviðræðunum fyrir borgarstjórnarfundinn. Borgarfulltrúar voru einbeittir á námskeiðinu í Ráðhúsinu í dag.Stöð 2/Egill Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar luku þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu í dag þar sem farið var yfir stjórnkerfi borgarinnar, nefndir, ráð og fundarsköp sem aðeinhverju leyti hefur tafið meirihlutaviðræður oddvita flokkanna fjögurra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir þau hins vega stefna á stíf fundarhöld um helgina. „Við ætlum að nota helgina já. Höfum aðeins verið að nota þessa daga. Tekið örfundi og það hefur bara gengið vel. Aðeins að halda okkur heitum. Það skiptir líka máli,“ segir Þórdís Lóa. Þau hafi náð að snerta á öllum málaflokkum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er bjartsýn á flokki hennar Viðreisn, Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Pírötum takist að ná samkomulagi um nýjan meirihluta í borginni á allra næstu dögum.Stöð 2/Egill „Nú erum við byrjuð í textavinnu og byrjuð að aðgerðabinda og hnoða þetta meira saman. Svo er náttúrlega það sem allir eru alltaf að spyrja um; hlutverkin sem við förum í síðast,“ segir Þórdís Lóa sposk á svip. Það komi að því um helgina eða þegar líða taki á annan í Hvítasunnu á mánudag. Enginn einn málaflokkur hafi reynst flokkunum erfiður þótt þeir hefðu stundum ólíka sýn innan einstakra málaflokka. „En það steytir ekki á neinu stórkostlegu. Það er kannski eitt af því sem við vorum búin að átta okkur á í kosningabaráttunni. Að leiðir þessara fjögurra flokka eru bara nokkuð góðar þegar kemur aðheildarsýn á hvernig borg við viljum til frambúðar.“ Er eitthvað þar sem mun koma okkur almenningi á óvart? „Ég held að við getum alla vega verið alveg viss um að það verða breytingar. Við erum að setja kraft í ýmis mál.“ Kannski með pólitískt lygaramerki á tánum, tekst þetta fyrir þriðjudag? „Ég vona það og við stefnum að því,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20