Fram kemur í tilkynningunni að aðeins slysum og bráðaerindum verði sinnt á slysa- og bráðamóttökunni og fólk beðið um að leita ekki með önnur erindi þangað.
Þá segir að skráðir skjólstæðingar HSS hafi forgang á þjónustu. Þeir sem ekki séu skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ, Grindavík eða Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð.
Þá verði síðdegisvakt lækna með hefðbundnu sniði og hægt að panta tíma samdægurs frá klukkan 13. Fram kemur í tilkynningunni að tilraun verði gerði til að sinna flestum erindum en reikna megi með því að bið verði á þjonustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda skilning.