Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni.

Ný hundrað og þrjátíu milljóna króna selalaug í húsdýragarðinum mun umbylta lífi selanna í garðinum, að sögn sjávarvistfræðings. Laugin muni einnig gera upplifun gesta ánægjulegri, sem margir hafi greinilega harmað núverandi aðbúnað selanna.

En hvar er Magnús Hlynur núna? Hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá í fréttatímanum okkar á laugardagskvöldum í júní og júlí. Og hvar skyldi hann byrja? Við komumst að því í fréttatímanum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×