Í tilkynningu sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sendi fjölmiðlum í morgun kemur fram að málefnasamningur flokkanna verði einnig kynntur á fundinum sem hefst klukkan 15:00.
Áður hafði komið fram að boðað hefur verið til funda í fulltrúaráði Samfylkingarfélaganna í Reykjavík og hjá Viðreisn til að kynna málefnasamnig flokkanna í kvöld.
Meirihlutaviðræður flokkanna fjögurra hafa staðið yfir undanfarna daga. Saman hafa flokkarnir þrettán borgarfulltrúa af tuttugu og þremur í borgarstjórn.
Fréttamaður okkar verður á staðnum og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi og Stöð2Vísi klukkan þrjú.