María á EM og markmiðið er verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 16:29 María Þórisdóttir er á leið á EM líkt og fyrir fimm árum. Getty/Boris Streubel María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag. Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon). Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon).
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn