Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 09:17 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum. Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum.
Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent