Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Atli Arason skrifar 8. júní 2022 18:00 Darwin Nunez, leikmaður Benfica, fagnar marki gegn Barcelona. EFE/MANUEL DE ALMEIDA Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira
Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira