Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2022 18:26 Reynir telst hafa brotið siðrareglur sem varða hagsmunaárekstur. Vísir Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar. Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar.
Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45