Króatar bundu enda á sigurgöngu Dana | Mbappé bjargaði stigi fyrir Frakka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 20:42 Mario Pasalic fagnar marki sínu í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta máttu Danir þola 0-1 tap gegn Króatíu í kvöld. Á sama tíma reyndist Kylian Mbappé hetja Frakka er hann bjargaði stigi í 1-1 jafntefli liðsins gegn Austurríki. Mario Pasalic skoarði eina mark leiksins þegar hann tryggði Króötum stigin þrjú gegn Dönum á 69. mínútu. Jonas Wind hélt reyndar að hann hefði bjargað stigi fyrir danska liðið þegar hann kom boltanum í netið á 87. mínútu, en eftir myndbandsskoðun var markið dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Króata sem nú eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki riðilsins. Krótara sitja í þriðja sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Dönum sem tróna á toppnum. Victory! ✌️ #DENCRO 🇩🇰🇭🇷#Croatia collects all three points in Copenhagen - congratulations! 👏#Family #NationsLeague #UNL #Vatreni❤️🔥 pic.twitter.com/X2VASCpdQ5— HNS (@HNS_CFF) June 10, 2022 Þá reyndist Kilyan Mbappé hetja Frakka þegar hann tryggði liðinu stig með marki á 83. mínútu gegn Austurríki. Andreas Weimann hafði komið Austurríkismönnum yfir seint í fyrri hálfleik og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Austurríki situr í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, en Frakkar reka lestina með aðeins tvö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum. Þjóðadeild UEFA
Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta máttu Danir þola 0-1 tap gegn Króatíu í kvöld. Á sama tíma reyndist Kylian Mbappé hetja Frakka er hann bjargaði stigi í 1-1 jafntefli liðsins gegn Austurríki. Mario Pasalic skoarði eina mark leiksins þegar hann tryggði Króötum stigin þrjú gegn Dönum á 69. mínútu. Jonas Wind hélt reyndar að hann hefði bjargað stigi fyrir danska liðið þegar hann kom boltanum í netið á 87. mínútu, en eftir myndbandsskoðun var markið dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Króata sem nú eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki riðilsins. Krótara sitja í þriðja sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Dönum sem tróna á toppnum. Victory! ✌️ #DENCRO 🇩🇰🇭🇷#Croatia collects all three points in Copenhagen - congratulations! 👏#Family #NationsLeague #UNL #Vatreni❤️🔥 pic.twitter.com/X2VASCpdQ5— HNS (@HNS_CFF) June 10, 2022 Þá reyndist Kilyan Mbappé hetja Frakka þegar hann tryggði liðinu stig með marki á 83. mínútu gegn Austurríki. Andreas Weimann hafði komið Austurríkismönnum yfir seint í fyrri hálfleik og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Austurríki situr í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, en Frakkar reka lestina með aðeins tvö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti