Fótbolti

Salah og Kerr þóttu standa upp úr

Hjörvar Ólafsson skrifar
Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. 
Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt.  Vísir/Getty

Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. 

Mohamed Salah, leikmaður Li­verpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chel­sea voru valin bestu leik­menn tíma­bils­ins.

Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. 

Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty

Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. 

Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð.

Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hug­hes, Alan Shear­er, Thierry Henry, Ga­reth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. 

Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: 

Mark: Al­isson Becker, Li­verpool  

Vörn: Trent Al­ex­and­er-Arnold, Li­verpool, Virgil van Dijk, Li­verpool, Ant­onio Rüdiger, Chel­sea, Joao Cancelo, Manchester City.  

Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcant­ara, Li­verpool, Bern­ar­do Silva, Manchester City. 

Sókn: Mohamed Salah, Li­verpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sa­dio Mané, Li­verpool. 

Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: 

Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea  

Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City.  

Miðja: Kim Little, Arsenal,  Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea.  

Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp,  Manchester City. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×