Salah og Kerr þóttu standa upp úr Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 20:14 Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. Vísir/Getty Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira