Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 21:17 Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, segir verðbólguna vega sífellt þyngra. Ap/Peter Dejong Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bankinn fylgir þar með í fótspor fleiri seðlabanka víða um heim sem keppast nú við að hætta að ýta undir viðsnúning hagkerfa eftir heimsfaraldur kórónuveiru og beita þess í stað tækjum sínum til að halda aftur af vaxandi verðbólgu. Tilkynning evrópska seðlabankans er til marks um stefnubreytingu eftir tímabil þar sem stýrivöxtum hefur verið haldið í lágmarki. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en 25 manna peningastefnunefnd seðlabankans segir að versnandi verðbólga hafi reynst evrópskum hagkerfum mikil áskorun. Verðbólga mælist nú 8,1% í evruríkjunum nítján, langt fyrir ofan 2% markmið evrópska seðlabankans. Hækkanir haft mikið að segja Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á hagkerfi heimsins, og leitt til mikillar verðhækkunar á jarðefnaeldsneyti. Sú hækkun og aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi hefur haft mikið að segja fyrir Evrópuríki sem reiða sig mörg hver á jarðefnaeldsneyti frá ríkinu. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, sagði á blaðamannafundi í Amsterdam í dag að árásir Rússa í Úkraínu haldi áfram að setja mark sitt á hagkerfi Evrópu og víðar. Stríðið hafi raskað vöruviðskiptum, leitt til skorts á hinum ýmsu hráefnum og ýtt undir miklar verðhækkanir á orku og nytjavarningi.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira